Federico Chiesa, leikmaður Liverpool á Englandi, hafnaði því að vera í ítalska landsliðshópnum í þessum glugga en Gennaro Ivan Gattuso, þjálfari landsliðsins, tilkynnti þetta á blaðamannafundi í dag.
Gattuso vildi kalla Chiesa aftur í landsliðið í september eftir góða frammistöðu leikmannsins með Liverpool en Chiesa taldi það ekki rétta tímann til að snúa aftur.
Hann er með alla einbeitingu á að koma sér í lið Liverpool og hefur því enn og aftur hafnað landsliðskallinu.
„Ég tala oft við hann og við verðum að virða ákvarðanir og vandamál sem við glímum við. Við vitum hvað hefur verið sagt okkar á milli og auðvitað virði ég það sem leikmaðurinn segir við mig. Ég get ekki sagt neitt meira um það,“ sagði Gattuso.
Ítölsku miðlarnir vildu fá betri útskýringu frá Gattuso og fá að vita hvort að leikmaðurinn hafi tekið þessa ákvörðun.
„Já, þetta er í fjórða eða fimmta sinn sem ég útskýri þetta fyrir ykkur,“ sagði Gattuso.
Athugasemdir




