Mainoo til Napoli? - Höjlund snýr ekki til baka í janúar - Þrír miðjumenn orðaðir við United - Spurs tilbúið að borga 70 milljónir punda
   mán 10. nóvember 2025 20:50
Brynjar Ingi Erluson
Fjórði sigurinn í röð hjá Breka
Mynd: Esbjerg
Framarinn Breki Baldursson kom við sögu er Esbjerg vann þriðja deildarleikinn í röð með því að leggja Middelfart að velli, 4-2, í dönsku B-deildinni í kvöld.

Breki, sem er 19 ára gamall, hefur verið að fá fleiri mínútur í síðustu leikjum Esbjerg eftir að hafa gengið í raðir félagsins frá Fram á síðasta ári.

Hann spilaði síðustu tíu mínúturnar í sigrinum í kvöld, en hann kom einnig við sögu í sigri á Randers og Aarhus Fremad í lok október og byrjun nóvember. Alls hefur liðið unnið fjóra leiki í deild- og bikar á síðustu vikum.

Esbjerg er í toppmálum í dönsku B-deildinni. Liðið er í 4. sæti með 26 stig, aðeins þremur stigum frá toppnum.

Danska deildin fer í frí í lok nóvember en Esbjerg á eftir að spila gegn toppliði Lyngby og Hvidovre áður en það spilar tvisvar gegn FCK í 8-liða úrslitum bikarsins í byrjun desember.
Athugasemdir
banner
banner
banner