Mainoo til Napoli? - Höjlund snýr ekki til baka í janúar - Þrír miðjumenn orðaðir við United - Spurs tilbúið að borga 70 milljónir punda
   mán 10. nóvember 2025 18:44
Brynjar Ingi Erluson
Guidetti útilokar að spila á Íslandi - „Ekkert að því að spila þar“
Mynd: dailymail/google
Sænski framherjinn John Guidetti hefur útilokað þann möguleika að spila á Íslandi næsta sumar en þetta sagði hann í viðtali við Fotbollskanalen á dögunum.

Ferilskrá Guidetti er tilkomumikil en hann hefur spilað í ensku úrvalsdeildinni og La Liga á Spáni.

Hann gerði góða hluti með Celta Vigo og lék þá með Stoke City í ensku úrvalsdeildinni ásamt því að hafa verið á mála hjá Manchester City og fleiri stórum klúbbum.

Í dag er Guidetti á mála hjá AIK, en hann veit ekki hvar eða hvort hann ætli sér að spila fótbolta á næsta ári.

„Ég veit það ekki. Það er svona 50-50 á að skórnir fari upp í hillu“ sagði Guidetti.

„Þetta yrði að vera eitthvað sem ég hef mikla ástríðu fyrir og svo myndi ég bara skoða það. Ég mun 100 prósent hoppa á eitthvað ástríðufullt verkefni, en ef það kemur ekki upp þá mun ég finna mér eitthvað annað að gera. Þetta verður eitthvað sem smellpassar fyrir mig. Sumt er mér mikilvægt í þessu lífi eins og tildæmis fjölskyldan. Þetta verður að henta öllum aðilum.“

Guidetti vildi hins vegar útiloka þann möguleika á að spila á Íslandi.

„Ég er ekkert að fara streða á Íslandi. Það er ekkert að því að spila á Íslandi ef þú ert ungur og vilt komast eitthvað áfram á ferlinum eða vilt fjárfesta í því að spila vonandi einn daginn gegn Barcelona, en ég hef þegar gert það. Ég er rólegur,“ sagði Guidetti og hló.
Athugasemdir
banner
banner