Mainoo til Napoli? - Höjlund snýr ekki til baka í janúar - Þrír miðjumenn orðaðir við United - Spurs tilbúið að borga 70 milljónir punda
banner
   mán 10. nóvember 2025 23:30
Brynjar Ingi Erluson
Juric rekinn frá Atalanta (Staðfest)
Mynd: EPA
Króatíski þjálfarinn Ivan Juric var í kvöld rekinn frá ítalska félaginu Atalanta eftir aðeins fimm mánuði í starfi.

Ráðningin á Juric kom verulega á óvart enda átt hreint út sagt ömurlegt ár í heimi fótboltans.

Hann stýrði Roma fyrri hluta síðustu leiktíðar en var látinn fara eftir aðeins tvo mánuði eftir skelfilega byrjun. Liðið var fjórum stigum fyrir ofan fallsæti þegar hann var rekinn.

Juric tók við Southampton í desember og stýrði liðinu niður í ensku B-deildina áður en hann lét af störfum en Atalanta horfði fram hjá síðasta tímabili og ákvað að fá hann til að taka við af Gian Piero Gasperini.

Á tíma hans hjá Atalanta fór liðið í gegnum átta leiki án þess að vinna leik og rann þolinmæði stjórnarmanna á þrotum. Hann var rekinn í kvöld en ekki er ljóst hver mun taka við keflinu.

Samkvæmt ítölskum miðlum er Raffaele Palladino, fyrrum þjálfari Fiorentina, sagður líklegastur til að taka við Atalanta.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 11 8 0 3 26 12 +14 24
2 Roma 11 8 0 3 12 5 +7 24
3 Milan 11 6 4 1 17 9 +8 22
4 Napoli 11 7 1 3 16 10 +6 22
5 Bologna 11 6 3 2 18 8 +10 21
6 Juventus 11 5 4 2 14 10 +4 19
7 Como 11 4 6 1 12 6 +6 18
8 Sassuolo 11 5 1 5 14 12 +2 16
9 Lazio 11 4 3 4 13 9 +4 15
10 Udinese 11 4 3 4 12 17 -5 15
11 Cremonese 11 3 5 3 12 13 -1 14
12 Torino 11 3 5 3 10 16 -6 14
13 Atalanta 11 2 7 2 13 11 +2 13
14 Cagliari 11 2 4 5 9 14 -5 10
15 Lecce 11 2 4 5 8 14 -6 10
16 Pisa 11 1 6 4 8 14 -6 9
17 Parma 11 1 5 5 7 14 -7 8
18 Genoa 11 1 4 6 8 16 -8 7
19 Verona 11 0 6 5 6 16 -10 6
20 Fiorentina 11 0 5 6 9 18 -9 5
Athugasemdir
banner
banner
banner