Hlusta á tilboð í Mateta næsta sumar - Mainoo efstur á óskalista Napoli - Ungur Þjóðverji á blaði hjá Liverpool og Man Utd
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
banner
   þri 11. nóvember 2025 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Kvenaboltinn
'Ef ég geri eins vel og ég get gert þá er liðið gott'
'Ef ég geri eins vel og ég get gert þá er liðið gott'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Við ætlum að gera betur og rúmlega það næsta sumar'
'Við ætlum að gera betur og rúmlega það næsta sumar'
Mynd: Þór/KA
'Það er ógeðslega erfitt, mér þykir ótrúlega vænt um Völsung'
'Það er ógeðslega erfitt, mér þykir ótrúlega vænt um Völsung'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aðalsteinn Jóhann Friðriksson, hér eftir Alli Jói, skrifaði í síðasta undir samning við Þór/KA um að stýra liðinu næstu árin. Alli Jói kemur til Akureyrar frá Völsungi þar sem hann hefur þjálfað meistaraflokk karla og kvenna síðustu ár - og náð eftirtektarverðum árangri.

Jóhann Kristinn Gunnarsson hafði stýrt liði Þórs/KA síðustu ár en þegar ljóst varð að hann yrði ekki áfram þurfti ekki að leita langt eftir næsta manni, annar Húsvíkingur er tekinn við. Fótbolti.net ræddi við Alla Jóa í gær.

„Þór/KA hafði samband við mig þegar Jói var að hætta og mér fannst það strax mjög spennandi að koma hingað, tók samtalið og í kjölfarið var þetta niðurstaðan. Ferlið var erfitt, það var erfitt að segja skilið við Völsung á þessum tímapunkti, það er minn uppeldisklúbbur. Tilhlökkunin er mikil og ég hlakka til að byrja."

„Það er ótrúlega margt spennandi við Þór/KA. Eftir að Jói kom 2012 þá fór maður aðeins að fylgjast með þessu. Mér finnst ára yfir því hvað leikmenn eru að gera, metnaður í stelpunum og umhverfið spennandi. Það er tækifæri til að gera góða hluti hér."


Hvernig er að taka skrefið í kvennaboltann?

„Það skiptir mig í rauninni engu máli. Ég lít á það þannig að það eigi ekki endilega að bera saman stelpur og stráka, stelpur og stelpur eða stráka og stráka. Þú bara berð saman íþróttamenn og í þessu tilviki lít ég svo á að við séum með afreksíþróttamenn sem leggja gríðarlega mikla vinnu í það að gera eins vel og hægt er. Það er spennandi og það væri spennandi alveg sama hvort það væru stelpur eða strákar."

„Ég lít á þetta sem skref upp á við. Ég er kominn í Bestu deild. Svo er bara hvernig þú tekur skrefin hverju sinni, ég hefði mögulega getað tekið skref upp á við með Völsungi líka, það er gríðarlega spennandi verkefni fyrir höndum þar líka og ég treysti á að það verði einhver góður sem taki við keflinu þar. Ég er hér núna og ég ætla að gera eins vel og ég get, og þá gerast góðir hlutir."

„Ef ég geri eins vel og ég get gert þá er liðið gott. Ég geri þriggja ára samning, langtímadæmi, og við ætlum að sjálfsögðu að keppa um að vera þarna uppi, fara eins hátt og mögulegt er. Það ætla allir að gera betur en í ár, það er engin spurning um að það voru vonbrigði fyrir Þór/KA að enda í 7. sæti í sumar. Við ætlum að gera betur og rúmlega það næsta sumar. Við þurfum að hugsa um okkur sjálf, setja undir okkur hausinn, æfa almennilega og búa til umhverfi þar sem við erum að gera vel áður en mótið hefst og þar munum við að gera okkar allra besta til að vera eins ofarlega og hægt er."


Hvernig er að slíta naflastrenginn, eins langt og það nær?

„Það er ógeðslega erfitt, mér þykir ótrúlega vænt um Völsung, byrjaði að æfa fótbolta fjögurra ára og hef verið í félaginu allar götur síðan; þjálfað fótbolta í 17 ár - meistaraflokk kvenna í sex ár og karlaliðið í þrjú ár. Í bili er ég farinn og það var erfitt, en ég get lofað þér því að ég er ekki farinn langt og ég mun koma aftur í Völsung. En þangað til er ég mjög spenntur fyrir því sem ég er að fara gera núna," segir Alli Jói.
Athugasemdir