Mainoo til Napoli? - Höjlund snýr ekki til baka í janúar - Þrír miðjumenn orðaðir við United - Spurs tilbúið að borga 70 milljónir punda
   mán 10. nóvember 2025 20:00
Brynjar Ingi Erluson
Lavia aftur á meiðslalistann - Frá næsta mánuðinn
Mynd: Chelsea
Belgíski miðjumaðurinn Romeo Lavia verður ekki með Chelsea í næstu leikjum vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leik með liðinu gegn Qarabag í Meistaradeild Evrópu í vikunni.

Lavia meiddist eftir aðeins fjórar mínútur gegn Qarabag og er nú ljóst að hann verður frá næsta mánuðinn.

Enzo Maresca, stjóri Chelsea, talaði um það eftir leikinn gegn Qarabag að það væri skömm að því að Lavia væri búinn að vera mikið frá síðan hann gekk í raðir félagsins frá Southampton fyrir tveimur árum.

Samkvæmt BBC mun Lavia missa af sex leikjum í það minnsta, en hann er að glíma við meiðsli í lærisvöðva.

Lavia, sem er 21 árs gamall, hefur aðeins komið við sögu í 29 leikjum á tveimur árum sínum hjá Chelsea.
Athugasemdir
banner
banner