Félög í Sádi-Arabíu vilja Salah - Liverpool í viðræðum um Guehi - Grískur táningur orðaður við Man Utd
banner
   mán 10. nóvember 2025 21:55
Brynjar Ingi Erluson
Eva Rut aftur í Fylki (Staðfest)
Kvenaboltinn
Mynd: Fylkir
Miðjumaðurinn Eva Rut Ásþórsdóttir er gengin aftur í raðir Fylkis frá Þór/KA. Þetta kemur fram í tilkynningu Fylkis í kvöld.

Eva Rut er uppalin Mosfellingur en hún hóf meistaraflokksferil sinn með Aftureldingu áður en liðið var sameinað með Fram. Hún lék einnig með HK/Víkingi áður en hún gekk í raðir Fylkis árið 2020.

Þar spilaði hún í fimm tímabil, þar af þrjú í efstu deild, og gegndi hlutverki fyrirliða áður en hún gekk í raðir Þórs/KA í byrjun þessa árs.

Eva sleit krossband í fyrsta deildarleik sínum með Þór/KA og var frá út allt tímabilið, en hún er nú komin aftur 'heim' í Fylki.

Samningurinn gildir til tveggja ára en hún ætlar að vera hluti af því að rífa liðið upp úr þeirri krísu sem nú ríkir hjá félaginu.

Fylkir féll niður í 2. deild í sumar en þetta er annað árið í röð sem Fylki fer niður um deild.
Athugasemdir
banner
banner