Tottenham Hotspur ætlar að setjast niður með umboðsmönnum hollenska varnarmannsins Micky van de Ven varðandi nýjan samning, en þetta kemur fram á Sky Sports.
Van de Ven er 24 ára gamall miðvörður sem kom til Tottenham frá Wolfsburg fyrir tveimur árum.
Hann á enn þrjú og hálft ár eftir af samningnum hjá Tottenham, en enska félagið vill gera nýjan langtímasamning við leikmanninn og hækka launin.
Sky segir að félagið vilji setjast niður með umboðsmönnum Hollendingsins til þess að ræða nýjan samning í kjölfar áhuga margra félaga á Englandi og víðar um Evrópu sem fylgjast grannt með stöðu mála.
Van de Ven er markahæsti leikmaður Tottenham í öllum keppnum en hann hefur skorað sex mörk í sextán leikjum sem er bara ansi gott miðað við miðvörð.
Athugasemdir



