Endurkoma Neymars til Santos hefur ekki verið dans á rósum og stefnir liðið hraðbyr aftur niður um deild en liðsfélagar hans virðast hunsa fyrirmæli eins dáðasta leikmanns í sögu félagsins.
Tímabilið hefur verið Santos mjög kaótískt og situr liðið nú í 17. sæti með aðeins 32 stig þegar nokkrir leikir eru eftir af tímabilinu.
Það var eiginlega lýsandi þegar Santos mætti Flamengo á dögunum, en í síðari hálfleiknum var Neymar orðinn þreyttur á að leikmenn væru endalaust að negla boltanum fram í von um að búa til eitthvað úr engu.
Hann hljóp alla leið inn í eigin vítateig til að taka markspyrnu en markmið hans var að spila boltanum úr vörninni og fá örlítinn takt í spilið.
Neymar tók markspyrnuna út á hægri bakvörð Santos sem síðan lúðraði boltanum fram. Neymar trúði varla sínum eigin augum, að liðsfélagi hans hafi hunsað fyrirmælin.
Santos tapaði leiknum, 3-2, en liðið er í fallsæti þegar sex umferðir eru eftir.
Neymar, sem var ekki valinn í brasilíska landsliðshópinn fyrir þennan glugga, hefur komið að níu mörkum í öllum keppnum með Santos, en talið er að hann vilji komast aftur í Evrópuboltann eftir áramót.
Hann spilaði áður með Barcelona og Paris Saint-Germain í Evrópu, en hann á enn metið sem dýrasti fótboltamaður allra tíma er PSG keypti hann frá Barcelona fyrir 222 milljónir árið 2017.
O NEYMAR FOI NA ZAGA BUSCAR A BOLA E... DERAM UM CHUTÃO PRA FRENTE! ???????? O craque do Santos ficou sem entender nada nessa... #FutebolBrasileiro #BrasileirãoBetano #PósJogo pic.twitter.com/12ZsXWo9PF
— TNT Sports BR (@TNTSportsBR) November 10, 2025
Athugasemdir



