Lewis-Skelly á blaði fjögurra félaga - Mörg stórlið vilja ungstirni Hertha Berlin - Casemiro gæti fengið nýjan samning - Toney til Englands?
   sun 19. október 2025 13:11
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Nico Paz allt í öllu er Como vann Juventus
Nico Paz var hljómsveitarstjórinn í sigri Como á Juventus
Nico Paz var hljómsveitarstjórinn í sigri Como á Juventus
Mynd: EPA
Como 2 - 0 Juventus
1-0 Marc-Oliver Kempf ('4 )
2-0 Nico Paz ('79 )

Argentínski sóknartengiliðurinn Nico Paz skoraði og lagði upp er Como lagði Juventus að velli, 2-0, í 7. umferð Seríu A í Como í dag.

Nico hefur brillerað hjá Como síðan hann kom frá Real Madrid á síðasta ári og aðeins tímaspursmál hvenær hann mun fara aftur til uppeldisfélagsins.

Það tók hann aðeins fjórar mínútur að leggja upp fyrsta mark Como en það gerði hann eftir skemmtilega útfærslu á horni. Paz sendi boltann stutt, fékk hann aftur og kom með kröftuga fyrirgjöf á fjærstöngina þar sem Marc-Oliver Kempf kom á ferðinni og hamraði honum í netið.

Paz skoraði annað mark Como á 79. mínútu eftir hraða skyndisókn, en hann fékk boltann úti hægra megin, lék á einn varnarmann áður en hann stýrði boltanum í fjærhornið. Óverjandi fyrir Michele Di Gregorio í markinu.

Argentínski leikmaðurinn hefur nú komið að átta mörkum í sjö leikjum með Como á tímabilinu, en Como er komið upp í 5. sæti með 12 stig, jafnmörg og Juventus sem er í 6. sætinu með slakari markatölu.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 11 8 0 3 26 12 +14 24
2 Roma 11 8 0 3 12 5 +7 24
3 Milan 11 6 4 1 17 9 +8 22
4 Napoli 11 7 1 3 16 10 +6 22
5 Bologna 11 6 3 2 18 8 +10 21
6 Juventus 11 5 4 2 14 10 +4 19
7 Como 11 4 6 1 12 6 +6 18
8 Sassuolo 11 5 1 5 14 12 +2 16
9 Lazio 11 4 3 4 13 9 +4 15
10 Udinese 11 4 3 4 12 17 -5 15
11 Cremonese 11 3 5 3 12 13 -1 14
12 Torino 11 3 5 3 10 16 -6 14
13 Atalanta 11 2 7 2 13 11 +2 13
14 Cagliari 11 2 4 5 9 14 -5 10
15 Lecce 11 2 4 5 8 14 -6 10
16 Pisa 11 1 6 4 8 14 -6 9
17 Parma 11 1 5 5 7 14 -7 8
18 Genoa 11 1 4 6 8 16 -8 7
19 Verona 11 0 6 5 6 16 -10 6
20 Fiorentina 11 0 5 6 9 18 -9 5
Athugasemdir
banner
banner