
Hildur Antonsdóttir var á skotskónum í 3-1 sigri Madrid CFF á Sevilla í Liga F-deildinni á Spáni í dag.
Landsliðskonan hefur verið drjúg í sóknarleik Madrídarliðsins á þessari leiktíð og gefið þrjár stoðsendingar.
Í dag skoraði hún fyrsta mark tímabilsins en það kom eftir rúman hálftíma leik. Hildur átti flotta sendingu inn á teiginn á liðsfélaga sinn sem fór illa með gott færi, en markvörður Sevilla varði boltann út í teiginn á Hildi sem afgreiddi boltann snyrtilega í stöng og inn.
Yfirburðir Madrid voru miklir, en snemma í þeim síðari jafnaði Sevilla áður en Madrid náði aftur tökum á leiknum. Monica skoraði úr víti fyrir Madrid áður en Barbara Lopez gerði út um leikinn með skoti af stuttu færi.
Madrid er komið upp í 5. sæti með 14 stig eftir átta umferðir.
Emilía Kiær Ásgeirsdóttir og stöllur hennar í Leipzig töpuðu fyrir Union Berlín, 5-0, í þýsku deildinni.
Emilía byrjaði leikinn en var tekin af velli í hálfleik. Leipzig er í 11. sæti með 7 stig eftir sjö umferðir.
Athugasemdir