Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
   sun 19. október 2025 13:59
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Sýn 
Óskar Hrafn: Þurfum að finna orkuna sem umhverfið hefur barið úr liðinu
Óskar Hrafn Þorvaldsson.
Óskar Hrafn Þorvaldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR tekur á móti ÍBV í næstsíðustu umferð Bestu-deildarinnar þetta árið. KR á í hættu á að falla í dag, en það raungerist ef liðið tapar gegn ÍBV eða ef það gerir jafntefli gegn ÍBV og Vestri vinnur Aftureldingu.

Leikur KR og ÍBV er sýndur beint á Sýn Sport Ísland og fyrir leikinn var rætt við Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfara KR, í útsendinginn.

Lestu um leikinn: KR 2 -  1 ÍBV

„Ég get ekki verið að ganga um bæinn og halda að við séum að fara að tapa þessum leik. Það er ekki hugsun sem hefur lostið niður í huga mér þessa vikuna. Hinsvegar er það þannig að við þurfum að vera hugrakkir. Við þurfum að koma með orkuna sem við höfum aðeins misst seinni hlutann af tímabilinu. Við þurfum að koma með þessa barnslegu trú og miklu orku sem umhverfið hefur að einhverju leyti náð að berja úr liðinu ," sagði Óskar í viðtalinu við Sýn.

„Eyjamenn eru með öflugt lið. Þeir eru sterkir í föstum leikatriðum, sterkir í að sækja hratt þegar þeir vinna boltann. Lykilinn fyrir okkur er að spila sóknarleik sem er hraður, sækja aggresíft á þá allan leikinn og vera klárir þegar við töpum boltanum. Um verslunarmannahelgina í Eyjum vorum við lengi að ranka við okkur þegar við töpuðum boltanum og gáfum þeim færi á að særa okkur."

Kári Snorrason, fréttamaður Fótbolta.net, textalýsir leiknum hér á Fótbolta.net
Besta-deild karla - Neðri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    KA 27 11 6 10 45 - 49 -4 39
2.    ÍA 27 11 1 15 37 - 50 -13 34
3.    ÍBV 27 9 6 12 34 - 37 -3 33
4.    KR 27 8 7 12 55 - 62 -7 31
5.    Vestri 27 8 5 14 26 - 44 -18 29
6.    Afturelding 27 6 9 12 36 - 46 -10 27
Athugasemdir
banner
banner
banner