Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
banner
   þri 19. nóvember 2019 14:30
Magnús Már Einarsson
McTominay ánægður með að leikmenn Man Utd ræði málin
„Ég er mun jákvæðari eftir gengi liðsins undanförnu," sagði Scott McTominay, miðjumaður Manchester United, í viðtali á heimasíðu félagsins.

Manchester United er í 7. sæti í ensku úrvalsdeildinni en hann er ánægður með hvernig leikmannahópurinn hefur staðið saman í gegnum erfiða byrjun á tímabilinu.

„Það eru jákvæð teikn á lofti. Við höfum rætt um hluti sem við getum bætt og hvernig við getum reynt að bæta okkur fyrir lok tímabilsins," sagði McTominay en hann segir leikmenn vera duglega að ræða málin.

„Það er eðlilegt að funda og ræða málin. Það sýnir heilbrigðan búningsklefa. Strákarnir ræða það í klefanum hvað við getum bætt og góðar hugmyndir í því samhengi."

„Það er ýmislegt í gangi. Þetta er ekki staðurinn til að vera þögull eða fara inn í skelina. Núna þurfa menn að stíga upp og byrja á að sinna starfi sínu vel."

Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 10 8 1 1 18 3 +15 25
2 Man City 10 6 1 3 20 8 +12 19
3 Liverpool 10 6 0 4 18 14 +4 18
4 Sunderland 10 5 3 2 12 8 +4 18
5 Bournemouth 10 5 3 2 17 14 +3 18
6 Tottenham 10 5 2 3 17 8 +9 17
7 Chelsea 10 5 2 3 18 11 +7 17
8 Man Utd 10 5 2 3 17 16 +1 17
9 Crystal Palace 10 4 4 2 14 9 +5 16
10 Brighton 10 4 3 3 17 15 +2 15
11 Aston Villa 10 4 3 3 9 10 -1 15
12 Brentford 10 4 1 5 14 16 -2 13
13 Newcastle 10 3 3 4 10 11 -1 12
14 Everton 10 3 3 4 10 13 -3 12
15 Fulham 10 3 2 5 12 14 -2 11
16 Leeds 10 3 2 5 9 17 -8 11
17 Burnley 10 3 1 6 12 19 -7 10
18 West Ham 10 2 1 7 10 21 -11 7
19 Nott. Forest 10 1 3 6 7 19 -12 6
20 Wolves 10 0 2 8 7 22 -15 2
Athugasemdir
banner