Man City, Man Utd og Arsenal á eftir Etta Eyong - Milan hefur áhuga á Zirkzee - Bayern í viðræðum um bakvörð
banner
   fim 19. nóvember 2020 14:00
Magnús Már Einarsson
Spilar sextán ára Moukoko með aðalliði Dortmund?
Framherjinn ungi Youssoufa Moukoko gæti spilað sinn fyrsta deildarleik með aðalliði Dortmund gegn Hertha Berlin á laugardag.

Moukoko verður 16 ára á morgun og þá er hann orðinn gjaldgengur til að spila í meistaraflokki í Þýskalandi samkvæmt reglum þar í landi.

Moukouko hefu vakið gríðarlega athygli með yngri liðum Dortmund en hann hefur meðal annars skorað 44 mörk í 23 leikjum með U19 ára liði félagsins.

Ef Moukoko spilar með aðalliði Dortmund á laugardag verður hann yngsti leikmaðurinn í sögu þýsku úrvalsdeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner