Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
banner
   fös 29. janúar 2021 18:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Orri hættir bara ekki að skora"
Orri Steinn Óskarsson
Orri Steinn Óskarsson
Mynd: FC Kaupmannahöfn
Orri Steinn Óskarsson hefur farið mikinn með U17 ára liði FC Kaupmannahafnar í vetur og hefur einnig leikið með U19 ára liðinu.

Hákon Arnar Haraldsson er sautján ára gamall leikmaður FCK og er einu ári eldri en Orri. Hákon var til viðtals hér á Fótbolta.net og var hann spurður út í Orra.

Viðtalið við Hákon:
Segir engan lykil að uppgöngunni - „Væri draumur að fara með í lokakeppnina"

Hvað geturu sagt mér um það sem Orri er að gera hjá félaginu?

„Orri er búinn að standa sig mjög vel hérna, hann hættir bara ekki að skora," sagði Hákon.

„Ég held að hann sé markahæstur í U17 deildinni og með mun færri leiki spilaða en aðrir af því hann fékk ekki leikheimildina strax. Hann bankar á dyrnar hjá aðalliðinu ef hann heldur svona áfram," bætti Hákon við.

Viðtalið við Hákon:
Segir engan lykil að uppgöngunni - „Væri draumur að fara með í lokakeppnina"
Meira um Orra:
Orri stefnir á aðalliðið, beygir þungt og horfir stressaður á Blikalið pabba síns (des '20)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner