Phillips, Toney, Guirassy, Vlahovic, Thuram, Mbappe og fleiri koma við sögu.
   sun 19. nóvember 2023 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Bennacer gæti aldrei gert það sama og Calhanoglu
Bennacer og Calhanoglu í baráttunni í fjandslag Milan gegn Inter frá því í febrúar 2022, nokkrum mánuðum eftir að Calhanoglu fór til Inter og áður en Milan vann langþráðan Ítalíumeistaratitil.
Bennacer og Calhanoglu í baráttunni í fjandslag Milan gegn Inter frá því í febrúar 2022, nokkrum mánuðum eftir að Calhanoglu fór til Inter og áður en Milan vann langþráðan Ítalíumeistaratitil.
Mynd: EPA
Alsírski miðjumaðurinn Ismaël Bennacer var lykilmaður í liði AC Milan þegar liðið vann Ítalíumeistaratitilinn í fyrrasumar.

Fyrir tímabilið tókst Milan ekki að semja við tyrkneska miðjumanninn Hakan Calhanoglu og yfirgaf hann félagið á frjálsri sölu sumarið 2021. Hann skrifaði undir samning við erkifjendurna í Inter, eitthvað sem fór mjög illa í stuðningsmenn Milan.

„Ég elska Milan og ég gæti aldrei spilað fyrir Inter á ferlinum. Ég mun kannski fara frá Milan einn daginn, en ég ber of mikla virðingu fyrir þessu félagi til að spila nokkurn tímann fyrir Inter," sagði Bennacer, og sneri sér svo að Calhanoglu.

„Ég vissi ekki af þessum félagsskiptum, ég frétti þetta bara á síðustu stundu - á svipuðum tíma og Eriksen hneig niður. Hakan vildi vera áfram hjá Milan en svo veit ég ekki hvað gerðist, þeir hafa ekki náð samkomulagi.

„Ég ber virðingu fyrir honum og við erum vinir utan vallar en þegar ég las félagsskiptin hans yfir til Inter þá sagði ég 'nei!'. Ég var í fríi, en þegar ég las þetta þá hugsaði ég að hann gæti ekki hafa gert þetta. Þetta er eitthvað sem ég gæti aldrei gert, sama hversu há laun Inter myndi bjóða mér."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner