Phillips, Toney, Guirassy, Vlahovic, Thuram, Mbappe og fleiri koma við sögu.
banner
   sun 19. nóvember 2023 19:44
Brynjar Ingi Erluson
Haaland verður klár fyrir stórleikinn
Erling Braut Haaland
Erling Braut Haaland
Mynd: Getty Images
Erling Braut Haaland, leikmaður Manchester City, verður klár fyrir stórleikinn gegn Liverpool á Etihad-leikvanginum um helgina, en þetta segir Fabrizio Romano.

Haaland meiddist í 2-0 sigri Norðmanna á Færeyingum í vináttulandsleik á dögunum, en verður ekki með þegar Noregur mætir Skotlandi í undankeppni EM í kvöld.

Óttast var að Haaland myndi ekki vera með gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni um helgina en Romano hefur nú fullyrt að hann sé klár í þann slag.

Framherjinn vildi ekki taka áhættu með því að spila leikinn í kvöld og mætir því endurnærður inn í stórleikinn á Etihad, sem fer fram á laugardag klukkan 12:30.

Haaland er markahæstur í úrvalsdeildinni með 13 mörk en Man City er á toppnum með 28 stig, aðeins stigi á undan erkifjendum þeirra í Liverpool.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner