Víkingur Reykjavík hefur fengið tilboð í bakvörðinn Davíð Örn Atlason en Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri félagsins, segir að um sé að ræða tilboð í fleirtölu.
Í hlaðvarpsþættinum Dr. Football var sagt að Breiðablik vildi fá Davíð en ljóst er að fleiri félög hafa áhuga á þessum öfluga leikmanni.
Í hlaðvarpsþættinum Dr. Football var sagt að Breiðablik vildi fá Davíð en ljóst er að fleiri félög hafa áhuga á þessum öfluga leikmanni.
Verður Davíð seldur frá Víkingi?
„Ég get hreinlega ekki sagt neitt til um það, Davíð er lykilmaður hjá okkur og þetta er viðkvæmt mál," segir Haraldur í samtali við Fótbolta.net.
Davíð er 26 ára og er einn besti bakvörður Pepsi Max-deildarinnar, samningur hans við Víkinga rennur út næsta haust.
Hann hefur verið í stóru hlutverki hjá Víkingum síðan 2015 en hann lék sína fyrstu Íslandsmóstleiki fyrir félagið 2012.
Athugasemdir