Guehi til sölu - Everton hafnaði fyrirspurnum í Branthwaite - Wharton falur fyrir 70 milljónir
banner
   fim 20. janúar 2022 17:14
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jón Daði laus úr frystinum - Verður númer 9 hjá Bolton (Staðfest)
Mynd: Bolton
Jón Daði Böðvarsson er genginn í raðir Bolton Wanderers og skrifar undir átján mánaða samning við félagið. Eins og má sjá á myndinni þá verður hann í treyju númer níu hjá félaginu.

Áður en að skiptin gengu í gegn rifti hann samningi sínum við Millwall sem átti að gilda fram á sumarið. Millwall vildi losna við hann af launaskrá og landsliðsframherjinn vildi komast frá félaginu.

Jón Daði gæti spilað sinn fyrsta leik fyrir Bolton á laugardag þegar liðið mætir Shrewsbury. Hann er 29 ára gamall og uppalinn hjá Selfossi.

Hann kom til Millwall frá Reading árið 2019 og hefur verið í frystinum síðan í ágúst, ekkert fengið að spila.

Á dögunum skoraði hann sitt fjórða landsliðsmark þegar hann kom Íslandi yfir gegn Úganda í vináttuleik.


Stöðutaflan England England 1. deild - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Cardiff City 12 8 2 2 21 10 +11 26
2 Stevenage 11 8 1 2 17 9 +8 25
3 Bradford 12 7 4 1 22 15 +7 25
4 Wimbledon 13 8 1 4 19 14 +5 25
5 Stockport 13 7 4 2 19 14 +5 25
6 Lincoln City 12 7 3 2 18 10 +8 24
6 Cambridge City 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Bolton 13 5 5 3 18 15 +3 20
8 Huddersfield 12 6 1 5 18 15 +3 19
9 Mansfield Town 12 5 3 4 18 14 +4 18
10 Barnsley 11 5 3 3 18 16 +2 18
11 Northampton 12 5 2 5 10 11 -1 17
12 Doncaster Rovers 13 5 2 6 12 18 -6 17
13 Luton 12 5 1 6 14 15 -1 16
14 Wigan 13 4 4 5 16 17 -1 16
15 Leyton Orient 13 4 2 7 20 23 -3 14
16 Rotherham 12 4 2 6 12 16 -4 14
17 Wycombe 13 3 4 6 15 16 -1 13
18 Port Vale 13 3 4 6 11 12 -1 13
19 Exeter 13 4 1 8 12 14 -2 13
20 Plymouth 12 4 1 7 17 21 -4 13
21 Burton 12 3 3 6 10 16 -6 12
22 Reading 12 2 5 5 13 18 -5 11
23 Peterboro 12 3 1 8 9 20 -11 10
24 Blackpool 13 2 3 8 11 21 -10 9
Athugasemdir
banner