Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
banner
   fös 20. janúar 2023 09:17
Elvar Geir Magnússon
West Ham samþykkir að selja Dawson til Úlfanna
Mynd: EPA
West Ham hefur samþykkt að selja Craig Dawson til Wolves fyrir 3,3 milljónir punda. Félagið ætlar þó ekki að hleypa honum í burtu fyrr en í næstu viku.

Það fór í taugarnar á David Moyes þegar Úlfarnir gerðu tilboð í Dawson fyrir mikilvægan sex stiga fallbaráttuslag milli liðanna síðasta laugardag. Úlfarnir unnu 1-0 og Hamrarnir eru í fallsæti.

West Ham hefur nú samþykkt tilboðið þrátt fyrir að Dawson byrjaði sex úrvalsdeildarleiki í röð áður en leikið var gegn Wolves.

Dawson sem er 32 ára hefur verið hjá West Ham síðan hann kom frá Watfod 2021. Hann hefur spilað þrettán leiki í heildina á þessu tímabili.

Dawson er upprunalega frá norð-vesturhluta Englands og hefur horft til þess í nokkurn tíma að yfirgefa West Ham til að komast nær fjölskyldu sinni.

West Ham á annan fallbaráttuslag um helgina, gegn Everton á morgun, en Úlfarnir ferðast til Manchester City á sunnudag.
Athugasemdir
banner
banner
banner