Manchester City hefur áhuga á Douglas Luiz - Neymar er á leið heim í Santos - Chelsea er með 40 milljóna punda verðmiða á Trevoh Chalobah.
   mán 20. janúar 2025 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Cecilía yfirburðarmarkvörður á Ítalíu
Í fimmta sinn í liði umferðarinnar
Cecilía Rán Rúnarsdóttir.
Cecilía Rán Rúnarsdóttir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Landsliðsmarkvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir hefur átt magnað tímabil með Inter á Ítalíu.

Hún er núna í liði umferðarinnar hjá Sofascore eftir að hafa haldið hreinu í 1-0 sigri gegn Como í gær. Hún átti stórgóðar vörslur gegn Como í gær og átti stóran þátt í að Inter landaði sigri.

Cecilía, sem er á láni frá Bayern München, hefur verið besti markvörður ítölsku deildarinnar á þessari leiktíð.

Enginn markvörður hefur haldið oftar hreinu en hún á Ítalíu á þessu tímabili en þetta er í fimmta sinn á tímabilinu þar sem hún er í liði umferðarinnar. Það eru 15 umferðir búnar af deildinni og hefur hún því verið í úrvalsliðinu í 1/3 tilfella.

Cecilía hefur gert frábærlega í því að koma til baka eftir erfið meiðsli og stefnir eflaust á það að vera í byrjunarliði Íslands á Evrópumótinu næsta sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner