Heimild: Gula Spjaldið
Ólafur Kristófer Helgason, markvörður Fylkis, æfði í síðustu viku með norska liðinu Bryne. Bryne fór upp úr B-deildinni á síðasta tímabili og verður því nýliði í úrvalsdeildinni á komandi tímabili.
Ólafur Kristófer er 22 ára og hefur verið aðalmarkvörður Fylkis síðustu þrjú tímabil og á að baki 22 leiki fyrir yngri landsliðin.
Hann skrifaði undir samning út tímabilið 2027 síðasta vor en Fylkir féll úr Bestu deildinni á síðasta tímabili. Hann á að baki 82 deildarleiki með Fylki.
Ólafur Kristófer er 22 ára og hefur verið aðalmarkvörður Fylkis síðustu þrjú tímabil og á að baki 22 leiki fyrir yngri landsliðin.
Hann skrifaði undir samning út tímabilið 2027 síðasta vor en Fylkir féll úr Bestu deildinni á síðasta tímabili. Hann á að baki 82 deildarleiki með Fylki.
Vakin var athygli á Noregsför Ólafs Kristófers í hlaðvarpsþættinum Gula Spjaldið.
„Það gekk bara fínt sagði hann," sagði Ragnar Bragi Sveinsson, fyrirliði Fylkis, í þættinum.
„Það eru tveir gamlir markverðir í hópnum hjá Bryne, 36 ára Lithái og 31 árs Sví," sagði þáttarstjórnandinnn Albert Brynjar Ingason sem er fyrrum leikmaður Fylkis.
„Það kemur væntanlega eitthvað í ljós varðandi Óla á næstunni, þetta er alveg spennandi fyrir hann. Hann talaði um að hann langaði að hjálpa okkur upp úr Lengjudeildinni eða fara út, þær tvær sviðsmndir," sagði Ragnar Bragi.
Hilmar Þór Kjærnested Helgason, sem kom frá Breiðabliki fyrir ári síðan, er í dag varamarkvörður Fylkis. Hann er fæddur árið 2005.
Bryne er uppeldisfélag Erling Braut Haaland og Róbert Orri Þorkelsson var fyrr í vetur orðaður við félagið.
Athugasemdir