Manchester City hefur áhuga á Douglas Luiz - Neymar er á leið heim í Santos - Chelsea er með 40 milljóna punda verðmiða á Trevoh Chalobah.
   mán 20. janúar 2025 20:09
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Rashford vill sanna sig fyrir Amorim
Mynd: EPA
Framtíð Marcus Rashford, leikmanns Manchester United, er í lausu lofti en ekkert samkomulag hefur nást við annað félag um að lánaa hann.

Hann greindi frá því í síðasta mánuði að hann væri tilbúinn að takast á við nýja áskorun og hann hefur ekkert spilað eftir að Ruben Amorim sagði að hann væri ekki að standa sig nægilega vel á æfingum.

Dortmund og AC Milan fylgjast með gangi mála en enskir fjölmiðlar greina frá því að Rashford vilji sanna sig fyrir Amorim.

Enski sóknarmaðurinn hefur verið að æfa vel að undanförnu og réð einkaþjálfara sem þjálfar hann á aukaæfingum. Man Utd mætir Rangers í Evrópudeildinni á fimmtudaginn og Rashford gæti verið með.
Athugasemdir
banner
banner
banner