banner
   fim 20. febrúar 2020 22:53
Ívan Guðjón Baldursson
Einkunnir kvöldsins: Saka, Jota og Hagi bestir
Hinn 18 ára gamli Bukayo Saka er stoðsendingahæstur í liði Arsenal á tímabilinu.
Hinn 18 ára gamli Bukayo Saka er stoðsendingahæstur í liði Arsenal á tímabilinu.
Mynd: Getty Images
Önnur þrenna Diogo Jota á leiktíðinni. Hann skoraði þrennu gegn Besiktas í riðlakeppninni.
Önnur þrenna Diogo Jota á leiktíðinni. Hann skoraði þrennu gegn Besiktas í riðlakeppninni.
Mynd: Getty Images
Ianis Hagi að gera góða hluti undir stjórn Steven Gerrard.
Ianis Hagi að gera góða hluti undir stjórn Steven Gerrard.
Mynd: Getty Images
Þrjú bresk lið stigu til sviðs í síðustu leikjum kvöldsins í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.

Arsenal heimsótti Olympiakos til Grikklands og vann þökk sé marki Alexandre Lacazette, sem fékk 8 í einkunn fyrir sinn þátt.

Lacazette var þó ekki maður leiksins, heldur kantmaðurinn ungi Bukayo Saka sem hefur verið að leysa stöðu vinstri bakvarðar ótrúlega vel af hólmi að undanförnu.

Saka átti laglega stoðsendingu á Lacazette í sigurmarkinu og var það hans níunda stoðsending á tímabilinu.

Franski landsliðsmaðurinn fyrrverandi Mathieu Valbuena var besti maður heimamanna.

Olympiakos: Sa (7), Elabdellaoui (6), Semedo (6), Ba (6), Tsimikas (6), Guilherme (6), Camara (6), Bouchalakis (6), Masouras (6), Valbuena (8), El Arabi (6).
Varamenn: Lovera (6), Fortounis (6)

Arsenal: Leno (8), Sokratis (7), Mustafi (7), Luiz (8), Saka (8), Xhaka (7), Guendouzi (7), Willock (7), Martinelli (6), Aubameyang (7), Lacazette (8).
Varamenn: Ceballos (6), Pepe (6), Maitland-Niles (6)



Wolves rúllaði yfir Espanyol og var Diogo Jota maður leiksins. Hann fær 9 í einkunn, rétt eins og Ruben Neves sem skoraði magnað mark með stórkostlegu skoti utan vítateigs.

Willy Boly átti mjög góðan leik í vörninni og var Rui Patricio atkvæðaminnstur í liði heimamanna, enda hafði hann ekkert að gera.

Wolves: Patricio (6); Boly (8), Coady (7), Saiss (7); Doherty (7), Neves (9), Moutinho (7), Jonny (7); Traore (7), Jimenez (7), Jota (9).
Varamenn: Dendoncker (7), Neto (7), Podence (6)

Espanyol: Prieto (6); Gomez (6), Naldo (5), Calero (5), Didac Vila (6); Vargas (6), Iturraspe (5), Victor Sanchez (5), Melendo (7); Ferreyra (6), Wu Lei (6).
Varamenn: Calleri (6), Lopez (6) Darder (5)



Í Glasgow lenti Rangers tveimur mörkum undir gegn portúgalska félaginu Braga.

Það voru tæpar 25 mínútur eftir af venjulegum leiktíma þegar Ianis Hagi, sonur Gheorghe Hagi, minnkaði muninn.

Joe Aribo kom inn af bekknum og jafnaði metin áður en Hagi fullkomnaði endurkomuna með sigurmarkinu.

Hagi var maður leiksins með 9 í einkunn.

Rangers: McGregor (7), Tavernier (5), Goldson (5), Katic (5), Barisic (5), Kamara (5), Davis (7), Arfield (7), Hagi (9), Kent (6), Morelos (5).
Varamenn: Aribo (7), Kamberi (6), Stewart (7).

Braga: Matheus (7), Galeno (7), Bruno Viana (6), Silva (5), Sequira (5), Esgaio (7), Palhinha (6), Fransergio (7), Francisco (7), Ruiz (7), Paulinho (5).
Varamenn: Ricardo Horta (6)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner