Madueke og Gyökeres til Arsenal - Kudus til Tottenham - Chelsea þarf að selja
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
Óskar Hrafn: Ekkert grín að vera með þrjá fullvaxta karlmenn sem fá að faðma þig
   lau 20. febrúar 2021 14:29
Anton Freyr Jónsson
Jón Sveins: Mun ekki missa svefn yfir því
Lengjudeildin
Jón Þórir Sveinsson, þjálfari Framara.
Jón Þórir Sveinsson, þjálfari Framara.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR og Fram mættust í Lengjubikar karla á KR-vellinum fyrr í dag og endaði leikurinn með 8-2 sigri KR-inga. KR skoraði átta gegn Fram

Jón Þórir Sveinsson þjálfari Framara var nokkuð rólegur eftir leik þrátt fyrir tapið.

„Einfaldlega ekki nógu góðir í dag, ég held að það sé deginum ljósara. Við gerðum of mörg mistök sem gáfu mörg auðveld mörk og við lentum svolítið í brekku og áttum bara ekki séns á móti KR í dag."

Framarar fengu á sig átta mörk í dag og var Jón Þórir spurður hvort það væri áhyggjuefni.

„Nei nei, það er ekkert áhyggjuefni núna í Febrúar á móti mjög kröftugu og góðu KR liði en auðvitað viltu ekki fá á þig átta mörk alveg sama í hvaða leik þú ert að spila en ég mun ekki missa svefn yfir því."

Jón Þórir er sáttur með undirbúningstímabilið hingað til og segir að liðið sé heilt yfir á góðu róli.

„Heilt yfir nokkuð sáttir. Hópurinn er að koma til og við erum með flesta heila. Áttum fínan leik á móti Þór en fengum smá skell í dag sem er súrt aðsjálfsögðu en heilt yfir held ég að við séum á góðu."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan þar sem Jón Þórir talar meðal annars um Fred Saraiva og Kyle Mclagan en þeir eru báðir væntanlegir til Framara í næstu viku.
Athugasemdir
banner
banner
banner