Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   lau 20. febrúar 2021 06:00
Victor Pálsson
Kovac um Mbappe: Ómögulegt að stöðva hann einn
Mynd: Getty Images
Það er ómögulegt fyrir einhvern einn leikmann Monaco að stöðva Kylian Mbappe er liðið spilar við Paris Saint-Germain um helgina.

Þetta segir Niko Kovac, stjóri Monaco, en Mbappe er sjóðandi heitur þessa stundina og skoraði þrennu gegn Barcelona í Meistaradeildinni í vikunni.

Kovac veit að hans menn þurfa að standa saman ef það á að stöðva þennan magnaða leikmann á sunnudag.

„PSG er lið í heimsklassa. Þeir skora mikið af mörkum og Kylian Mbappe er í frábæru standi," sagði Kovac.

„Við verðum að reyna að stöðva hann. Það er þó ekki hægt með einum leikmanni, við getum ekki gert það einn á einn. Það er ómögulegt verkefni."

„Við þurfum að standa saman og sjá um hann þannig, það getur þó gert aðra leikmenn PSG fría."
Athugasemdir
banner
banner