Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   mán 20. febrúar 2023 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tvö ár liðin en Rúnar segir áfram ekkert um viðskilnaðinn við Stjörnuna
Rúnar Páll Sigmundsson.
Rúnar Páll Sigmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, var gestur í útvarpsþættinum Fótbolta.net um liðna helgi.

Þar var hann spurður út í endalokin hjá Stjörnunni árið 2021. Rúnar hefur aldrei tjáð sig um það af hverju hann hætti eftir einn leik í deildinni það ár.

Sjá einnig:
Engin svör úr Garðabænum - Uppsöfnuð vandamál?

Rúnar var spurður út í það í útvarpsþættinum hvort hann vildi eitthvað sjá sig um það núna þegar það er nokkuð liðið frá viðskilnaðinum.

„Við þurfum ekkert að ræða það sem liðið er. Ég átti mjög góðan tíma í Garðabænum og ég elska Stjörnuna," sagði Rúnar en hann hefur líkt og áður segir aldrei tjáð sig um þetta opinberlega.

„Nei, enda ætla ég ekki að gera það. Þetta er á milli mín og stjórnar. Það er ekkert vesen. Mér þykir mjög vænt um þetta félag. Ég veit af hverju ég hætti og þau sem standa mér næst."

Ástæðan mun mögulega koma fram í bók sem verður gefin út að ferlinum lýkur, hver veit.

Rúnar var spurður að því hvort hann sæi fyrir sér að snúa aftur í Stjörnuna á einhverjum tímapunkti. „Eins og ég sagði áðan þá elska ég Stjörnuna. Ég ólst þarna upp og átti mjög góðan tíma. Það kom að leiðarlokum í apríl 2021. Hvort ég fari aftur í Stjörnuna, maður veit aldrei með sína framtíð. Það var frábært að vinna fyrir Stjörnuna."

Hér fyrir neðan má hlusta á útvarpsþáttinn í heild sinni en þar ræðir Rúnar aðallega um Fylki og tímabilið sem er framundan.
Útvarpsþátturinn - Rúnar Páll, Kórdrengir kveðja og ársþingið
Athugasemdir
banner
banner
banner