Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 20. febrúar 2024 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stefnir aftur á enska boltann eftir mislukkaða dvöl hjá Leeds
Jesse Marsch.
Jesse Marsch.
Mynd: Getty Images
Bandaríkjamaðurinn Jesse Marsch var gestur á Sky Sports í gær en þar greindi hann frá því að hann væri að stefna á það að snúa aftur í ensku úrvalsdeildina.

Fyrir um ári síðan var Marsch rekinn úr starfi sínu hjá Leeds United en hann er ekki sérlega vinsæll hjá stuðningsmönnum félagsins eftir tíma sinn þar.

Hann var orðaður við Leicester og Southampton eftir að hann var rekinn frá Leeds en fékk ekki formlegt tilboð.

Núna segist hann stefna á það að snúa aftur í ensku úrvalsdeildina þrátt fyrir að tími hans í deildinni til þessa hafi verið frekar mislukkaður.

„Ég elska ensku úrvalsdeildina," segir Marsch en bíður eftir því að sjá hvað kemur að borðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner