Garth Crooks hjá BBC valdi lið vikunnar á Englandi. Sjö leikir voru í ensku úrvalsdeildinni og fjórir í enska bikarnum. Topplið deildarinnar er með tvo fulltrúa í liðinu en Aston Vilal er með flesta fulltrúa, eða þrjá alls.

Miðjumaður: Joao Felix - Chelsea, Vel gert hjá Chelsea að fá hann á láni Atletico. Frammistaðan gegn Everton var frá leikmanni sem er alltaf að fá meira og meira sjálfstraust.
Miðjumaður: Bruno Fernandes - Manchester United, Leikmaður sem stígur upp á stórum augnablikum þegar leikir verða áhugaverðir. Leikirnir verða ekki mikið áhugaverðari en þegar annað liðið missir tvo leikmenn af velli. Fernandes fékk mikla gagnrýni eftir leikinn gegn Liverpool og sú gagnrýni átti rétt á sér þar sem Fernandes henti þar inn handklæðinu. Hann hefur náð að rísa upp eftir þann leik og skoraði tvö í gær.
Sóknarmaður: Jacob Ramsey - Aston Villa, Sterkur sigur hjá Villa og Ramsey innsiglaði hann. Hann er að spila ofar á vellinum eftir komu Emery og hann er að fíla þá stöðu vel. Sjálfstraustið er í botni og hann er að skora mörk. Aston Villa er núna með fullorðinn mann í starfi, ekki stjóra í starfsþjálfun.
Athugasemdir