Pickford framlengir við Everton - Barcelona hyggst kaupa Rashford - Ekki framlengt við Lewandowski
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
   mán 20. apríl 2020 14:45
Magnús Már Einarsson
Ætlaði að kaupa pylsuvagn og gera Val að Evrópumeisturum
Kvenaboltinn
Elísabet Gunnarsdóttir og Freyr Alexandersson.
Elísabet Gunnarsdóttir og Freyr Alexandersson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Kristianstad, er til umfjöllunar í fyrsta þættinum í þáttaröðinni Áskorun sem er í sýningu hjá Sjónarpi Símans Premium þessa dagana. Um er að ræða íþróttaþætti í umsjón Gunnlaugs Jónssonar.

Við klippingu á þættinum datt út atriði þar sem Freyr Alexandersson segir magnaða sögu um Elísabetu frá því að hún stýrði Val á sínum tíma. Freyr var aðstoðarþjálfari Vals á þessum árum.

Elísabet var staðráðinn í að gera Val að Evrópumeisturum árið 2008 og leitaði að liðsstyrk erlendis. Fyrirliði nígeríska landsliðsins var á leið til félagsins en þá vantaði fjármagn.

Freyr segir frá hitafundi hjá Elísabetu og Berki Edvardssyni, formanni Vals. Þar sem ekki var til fjármagn sagðist Elísabet ætla að safna sjálf fyrir leikmanninum.

„Daginn eftir hringir hún í mig og spyr mig hvort ég sé tilbúinn að kaupa með henni pylsuvagn til að fjármagna kaupin á leikmanninum. Við skoðuðum það alvarlega en sem betur fer keypti ég ekki pylsuvagn með Elísabetu Gunnarsdóttur," sagði Freyr og hló en innslagið má sjá í heild hér að ofan.

Hægt er að horfa á þáttinn Áskorun í Sjónvarpi Símans Premium. Um er að ræða íþróttaheimildaþætti í umsjón Gunnlaugs Jónssonar. Í næsta þætti Áskorun verður sögð saga sundmannsins Inga Þór Jónssonar frá Akranesi sem fór á Ólympíuleikana árið 1984.
Athugasemdir