Vegna vallaraðstæðna hefur leikur ÍA og Vestra í Bestu deildinni sem fram fer á miðvikudaginn verið færður. Hann mun ekki fara fram á aðalvelli ÍA heldur inni í Akraneshöllinni.
„Grassérfræðingar telja Akranesvöll ekki leikfæran að svo stöddu og að leikur á vellinum á þessum tímapunkti gæti skaðað hann til lengri tíma," segir í tilkynningu frá ÍA.
ÍA lék tvo heimaleiki í Akraneshöllinni á síðasta tímabili og það fékk talsverða gagnrýnir. Ýmsir eru á þeirri skoðun að höllin sé ekki boðleg fyrir efstu deild og slæm fyrir ásýnd deildarinnar. Lofthæðin er til dæmis ekki mikil.
„Þetta er bara æfingahöll," sagði Haraldur Árni Hróðmarsson, fyrrum aðstoðarþjálfari ÍA, Innkastinu á síðasta ári.
„Þetta er bara eitt af betri Lengjubikarhúsunum. Ég hélt að við værum búin að læra af síðasta tímabili. Félög ættu að vera með varavöll sem er með einhvern standard. Þó þú sért Akranes og þyrftir að fara til Reykjavíkur, það varðar mig ekkert um," sagði Tómas Þór Þórðarson í sama þætti.
„Grassérfræðingar telja Akranesvöll ekki leikfæran að svo stöddu og að leikur á vellinum á þessum tímapunkti gæti skaðað hann til lengri tíma," segir í tilkynningu frá ÍA.
ÍA lék tvo heimaleiki í Akraneshöllinni á síðasta tímabili og það fékk talsverða gagnrýnir. Ýmsir eru á þeirri skoðun að höllin sé ekki boðleg fyrir efstu deild og slæm fyrir ásýnd deildarinnar. Lofthæðin er til dæmis ekki mikil.
„Þetta er bara æfingahöll," sagði Haraldur Árni Hróðmarsson, fyrrum aðstoðarþjálfari ÍA, Innkastinu á síðasta ári.
„Þetta er bara eitt af betri Lengjubikarhúsunum. Ég hélt að við værum búin að læra af síðasta tímabili. Félög ættu að vera með varavöll sem er með einhvern standard. Þó þú sért Akranes og þyrftir að fara til Reykjavíkur, það varðar mig ekkert um," sagði Tómas Þór Þórðarson í sama þætti.
miðvikudagur 23. apríl
18:00 ÍA-Vestri (Akraneshöllin)
18:00 Valur-KA (N1-völlurinn Hlíðarenda)
18:00 FH-KR (Kaplakrikavöllur)
19:15 Breiðablik-Stjarnan (Kópavogsvöllur)
fimmtudagur 24. apríl
17:00 ÍBV-Fram (Þórsvöllur Vey)
19:15 Afturelding-Víkingur R. (Malbikstöðin að Varmá)
Besta-deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Víkingur R. | 2 | 2 | 0 | 0 | 6 - 0 | +6 | 6 |
2. Stjarnan | 2 | 2 | 0 | 0 | 4 - 2 | +2 | 6 |
3. Vestri | 2 | 1 | 1 | 0 | 2 - 1 | +1 | 4 |
4. Fram | 2 | 1 | 0 | 1 | 4 - 3 | +1 | 3 |
5. Breiðablik | 2 | 1 | 0 | 1 | 4 - 4 | 0 | 3 |
6. ÍA | 2 | 1 | 0 | 1 | 2 - 2 | 0 | 3 |
7. KR | 2 | 0 | 2 | 0 | 5 - 5 | 0 | 2 |
8. Valur | 2 | 0 | 2 | 0 | 4 - 4 | 0 | 2 |
9. Afturelding | 2 | 0 | 1 | 1 | 0 - 2 | -2 | 1 |
10. ÍBV | 2 | 0 | 1 | 1 | 0 - 2 | -2 | 1 |
11. KA | 2 | 0 | 1 | 1 | 2 - 6 | -4 | 1 |
12. FH | 2 | 0 | 0 | 2 | 1 - 3 | -2 | 0 |
Athugasemdir