Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   lau 20. apríl 2024 22:31
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Furðu lostnir yfir því að leyft sé að spila í Akraneshöllinni - „Ekki boðlegt“
´Frá Akraneshöllinni.
´Frá Akraneshöllinni.
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
ÍA lék í Kórnum í síðustu umferð.
ÍA lék í Kórnum í síðustu umferð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í útvarpsþættinum Fótbolti.net var furðað sig á því að gefið hafi verið leyfi á að leikur ÍA og Fylkis í Bestu deildinni yrði leikinn inni í Akraneshöllinni.

ÍA leikur á náttúrulegu grasi en þar sem völlurinn er ekki tilbúinn fékk félagið leyfi og undanþágu frá KSÍ til að spila þennan leik, sem fram fer klukkan 17 á morgun sunnudag, inni í Akraneshöllinni.

„Þetta er bara æfingahöll," segir Haraldur Árni Hróðmarsson, fyrrum aðstoðarþjálfari ÍA, í þættinum.

Slæmt fyrir ásýnd deildarinnar
„Þegar ég heyrði að ÍA vildi að leikurinn yrði færður inn í Akraneshöllina þá hugsaði ég að það væri helvíti mikil bjartsýni hjá þeim að vonast til að fá samþykki fyrir því. Ég hélt að það yrði ekki fræðilegur möguleiki á því að það yrði gefið grænt á að spila í þessari höll, með þessa litlu lofthæð," segir Elvar Geir Magnússon.

„Líka í ljósi allrar þeirrar umræðu sem var í fyrra með Miðvöllinn og allt það, reyna að halda smá reisn yfir mótinu og vernda ásýnd Bestu deildarinnar. Akraneshöllin er ekki boðleg í Bestu deildina, mér finnst hún heldur ekki boðleg í Lengjudeildina og varla í 2. deild."

Nánast önnur íþrótt
Tómas Þór Þórðarson tekur undir þetta og furðar sig á því á þessari ákvörðun.

„Þetta er bara eitt af betri Lengjubikarhúsunum. Ég hélt að við værum búin að læra af síðasta tímabili. Félög ættu að vera með varavöll sem er með einhvern standard. Þó þú sért Akranes og þyrftir að fara til Reykjavíkur, það varðar mig ekkert um," segir Tómas.

Í þættinum er einnig rætt um að það gefi ÍA klárlega aukið forskot að spila inni í höllinni enda æfi liðið þarna stóran hluta ársins og þá sé ýmislegt frábrugðið leikjum utandyra, til dæmis ef boltinn fer upp í þakið.

„Ég ætla ekki að fara svo langt að segja að þetta sé önnur íþrótt þarna inni, en þetta fer langleiðina," segir Elvar í þættinum.

sunnudagur 21. apríl

Besta-deild karla
14:00 KA-Vestri (Greifavöllurinn)
17:00 ÍA-Fylkir (Akraneshöllin)
19:15 Víkingur R.-Breiðablik (Víkingsvöllur)
Útvarpsþátturinn - Brottvísun sem eyðilagði leikinn
Athugasemdir
banner
banner
banner