fös 20. maí 2022 16:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Rice og Nkunku í liði ársins í Evrópudeildinni
Knauff til vinstri, Kostic í miðju og Borre til hægri.
Knauff til vinstri, Kostic í miðju og Borre til hægri.
Mynd: EPA
Búið er að velja lið tímabilsins í Evrópudeildinni sem lauk með úrslitaleik Rangers og Frankfurt á miðvikudag.

Fjórir leikmenn Frankfurt eru í liðinu og þrír leikmenn Rangers. Þá eru tveir leikmenn frá West Ham og tveir frá RB Leizpig en þau félög duttu út í undanúrslitum.

Filip Kostic var valinn leikmaður ársins í keppninni og Ansgar Knauff hjá Frankfurt var valinn besti ungi leikmaðurinn.

Lið ársins:
Markvörður:
Kevin Trapp (Frankfurt)

Varnarlína (3):
Craig Dawson (West Ham)
Martin Hinteregger (Frankfurt)
Calvin Bassey (Rangers)

Miðsvæði (4):
James Tavernier (Rangers)
Konrad Laimer (RB Leipzig)
Declan Rice (West Ham)
Filip Kostic (Frankfurt)

Sóknarlína (3):
Christopher Nkunku (RB Leipzig)
Rafael Santos Borre (Frankfurt)
Ryan Kent (Rangers)


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner