Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 20. maí 2022 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Segir að Pogba sé búinn að ákveða að fara frá Englandi
Mynd: EPA
David Ornstein, fjölmiðlamaður sem starfar á The Athletic, ræddi við Sky Sports News um stöðu Paul Pogba.

Í gær var greint frá því að Pogba hefði hafnað Manchester City en Pogba er með lausan samning í sumar eftir sex ár hjá Manchester United.

Einhverjar sögur höfðu heyrst um að Pogba hefði hafnað City þar sem hann óttaðist viðbrögð stuðningsmanna United en Ornstein telur að það sé ekkert endilega rétt.

„Ég held að Pogba og hans teymi hafi ekki haft neinn sérstakan áhuga á því að fara til City. Þetta var bara tækifæri til að ræða málin þar sem honum er fjálst að ræða við önnur félög. City var örugglega mjög hreinskilið hvað félagið gat boðið honum í laun og hvert hans hlutverk yrði. Juventus, Real Madrid og PSG gera örugglega, eða hafa þegar gert, slíkt hið sama."

„Eins og ég skil þetta þá hefur Pogba ákveðið að það sé einn af þessum þremur kostum, svo einfalt er það. Ég held að þetta tengist ekki einhverri Manchester tengingu en mögulega hafði það einhver áhrif í huga Pogba."

„Ég held ekki að hann verði áfram hjá Manchester United. Ég held að félagið sé að skipuleggja framtíð án ahsn og hann er að skipuleggja framtíð annars staðar,"
sagði Ornstein.
Athugasemdir
banner
banner
banner