Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 20. maí 2023 21:53
Brynjar Ingi Erluson
Arteta: Verðum að óska Man City til hamingju
Mynd: Getty Images
Mikel Arteta var skiljanlega svekktur eftir að lærisveinar hans í Arsenal töpuðu fyrir Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni í dag en þetta þýðir að titilbaráttan er endanlega úti.

Tapið þýðir það að Manchester City er Englandsmeistari þriðja árið í röð.

Arsenal var í bílstjórasætinu stærstan hluta tímabilsins en síðan slokknaði á liðinu í apríl og maí á meðan Man City setti í fimmta gír.

„Ég á erfitt með að hugsa út í þetta núna. Við verðum að óska Man City til hamingju,“ sagði Arteta eftir leikinn.

„Þetta hefur verið ótrúleg vegferð hjá okkur núna í tíu mánuði þar sem við höfum barist við Man City og við vorum fyrir ofan þá í svo langan tíma. Við vorum ákveðnir í reyna að ná einhverju meira en við náðum því ekki.“

„Við höfum lært gríðarlega mikilvæga lexíu. Þetta félag hefur umbreyst mikið og tekið stór skref en það hefði verið kremið á kökuna að vinna deildina en því miður vantaði eitthvað uppá.“

„Síðustu vikur hafa verið erfiðar. Við þurftum alla til að vera upp á þeirra besta í apríl og maí en það varð ekki raunin. Þetta verður sársaukafullt í dag og á morgun en svo verðum við að gefa stuðningsmönnunum þá frammistöðu sem þeir eiga skilið í næstu viku,“
sagði Arteta í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner