Olise eftirsóttur - Sádi-Arabía til í að galopna veskið fyrir Van Dijk - Margir orðaðir við Man Utd
Rúnar Páll: Víkingur refsar þegar þeir fá tækifæri til þess
Danijel Djuric: Ástin sem ég fæ hérna er ómetanleg
Magnús Már: Kominn taktur í okkur
Venni: Stoltur af hugrekkinu í mínum drengjum
Arnar Gunnlaugs: Danijel þurfti að sjá til þess að við værum í undanúrslitum
Dominik Radic: Við erum að njóta okkar
Árni Freyr: Skorti bara smá gæði og ákvarðanatöku
Gunnar Heiðar: Sá eiginleika hjá honum sem ég vissi að myndi henta vel
Haddi er mikill Framari - „Ætlum okkur alla leið"
Rúnar mjög ósáttur - „Menn gáfust upp"
Hemmi Hreiðars: Hungraðir í sigra
Skoraði sitt 100. mark fyrir KA - „Verið erfiðir tveir mánuðir"
Chris Brazell: Vorum að spila við gott lið
Siggi Höskulds svekktur: Ekki alveg búinn að ná stjórn á tilfinningunum
Skrítið að sjá boltann í netinu - „Áttaði mig ekki á því hvort boltinn myndi drífa yfir línuna"
Ekki fallegasta markið - „Hjartað mitt stoppaði"
Sér ekki eftir skiptunum til Arsenal - „Vona að ég átti mig meira á því seinna"
Skoraði fjögur mörk í kvöld - „Hef reyndar skorað sex mörk áður“
Perry Mclachlan: Betra liðið vann
Óli Kristjáns: Ágætis nýting hjá henni
   mán 20. maí 2024 20:19
Sölvi Haraldsson
Gregg Ryder: Verið erfiðir tímar fyrir félagið og stuðningsmennina
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Þetta var leikur tveggja hálfleika. En við sýndum tvær mjög góðar hliðar í dag. Við getum varist og erum hættulegir fram á við. Þannig ég er mjög sáttur.“ sagði Gregg Ryder, þjálfari KR, eftir 2-1 sigur á FH í dag á Kaplakrikavelli.


Lestu um leikinn: FH 1 -  2 KR

Hver er ástæðan fyrir því að KR voru miklu slakari í seinni hálfleiknum en í þeim fyrri?

Það er blanda af mörgum hlutum. Við höfum verið að fara í gegnum erfiða tíma og við erum á erfiðum útivelli gegn liði sem hefur staðið sig vel. Það eru allir þessir hlutir. Það er samt ekki hægt að taka það af okkur hvernig við vörðumst í seinni hálfleik. Ég veit að við vorum ekki góðir á boltanum en við vörðumst frábærlega í seinni hálfleik og ég er mjög sáttur heilt yfir með fyrri hálfleikinn.“

Telur Gregg svo að 2-1 hafi veirð sanngjörn úrslit?

Við áttum skilið að vinna leikinn. Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir félagið og stuðningsmennina. Þeir eiga þessi úrslit ekki skilið sem við höfum verið að sækja í seinustu leikjum. Þessi sigur var fyrir þá.“

Gregg var mjög sáttur með varnarleikinn og karakterinn hjá sínum mönnum í seinni hálfleiknum í dag.

„Ég held að hvernig við vörðumst var eitthvað sem við þurftum í dag. Við þurftum karakter og leikmenn að henda sér fyrir skot. Strákarnir eiga stórt hrós skilið fyrir það hvernig þeir vörðust í seinni hálfleiknum.

Næsti leikur KR er heimaleikur gegn Vestra.

Við þurfum að læra af þessum leikjum sem við höfum verið að tapa. Við getum varla hvílt okkur. Þetta er frábær sigur en það er bara næsti leikur.“

Viðtalið við Gregg Ryder má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner