Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Atletico hefur áhuga á Rashford
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
   mán 20. maí 2024 19:43
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Leikmaðurinn var ekki að fúnkera og þess vegna gerum við skiptingu"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fylkir tapaði gegn KA á Akureyri í dag og hefur aðeins fengið eitt stig út úr fyrstu leikjunum. Fótbolti.net ræddi við Rúnar Pál Sigmundsson þjálfara liðsins eftir leikinn.


Lestu um leikinn: KA 4 -  2 Fylkir

„Ég var hrikalega óánægður með fyrri hálfleikinn, við mættum ekki til leiks og fengum mjög ódýr mörk á okkur. Við vorum hrikalega öflugir í seinni hálfleik, í stöðunni 3-2 fáum við tækifæri til að jafna leikinn en í staðin fara þeir upp og skorað 4-2. Vonbrigði með fyrri en hrikalega ánægður með seinni hálfleikinn af öllu leyti," sagði Rúnar Páll.

Þórður Gunnar Hafþórsson var tekinn af velli eftir hálftíma leik og Ómar Björn Stefánsson kom inn á í hans stað.

„Leikmaðurinn sem var inn á var ekki að fúnkera og þess vegna gerum við skiptingu. Þetta er ekki flóknara en það," sagði Rúnar Páll.

Rúnar var svekktur að fá ekki meira út úr leiknum.

„Auðvitað er það áhyggjuefni því við erum í þessu til að safna stigum. Það er hundleiðinlegt, við erum búnir að spila marga leiki fínt og fáum ekkert út úr þeim. Ég hefði viljað fá allavega eitt stig í dag miðað við hvernig við spiluðum seinni hálfleikinn en við fengum það ekki og það þýðir ekkert að væla," sagði Rúnar Páll.


Athugasemdir