Bayern vill Bernardo Silva - Skotlmark Man Utd og Liverpool vill fara til Real - Ensk félög horfa til Kimmich
Jón Þór ánægður með sína menn: Gríðarlegur styrkur hjá liðinu
Árni Marínó ósáttur með fyrri hálfleikinn: Eins og við værum ekki með í leiknum
Dóri ósáttur með leikmenn liðsins - „Skil ekki hvernig þetta er hægt“
Rúnar Páll: Þeir fá nánast ekkert færi á móti okkur
Kjartan Henry: Skiptir okkur miklu máli að fá fólkið með okkur
Sindri Kristinn: Ánægjulegt að geta loksins hjálpað liðinu
Daníel Hafsteins: Loksins dettur eitthvað með okkur
Haddi: Ekki auðvelt að vera neðstur og fá svona högg aftur og aftur
Rúnar Kristins: Virtumst vera með þetta í hendi
Axel Óskar um Gregg Ryder: Ég sé rosalega á eftir honum
Arnar Gunnlaugs: Fegurðin í fótboltanum er að 1-0 yfir er ekki neitt
Pálmi Rafn: Ég væri klárlega til í að taka við liðinu
Viktor Helgi: Vonandi aðeins fleiri sokkar sem fólk þarf að borða
Jökull: Erum töluvert sterkari úti á vellinum en það er fleira sem telur
Ómar: Þvælan er að hleypa þeim inn í þetta - Varð bara sætara fyrir vikið
Sigga fannst sínir menn litlir: Þurfa að svara fyrir það á miðvikudag
Skælbrosti eftir sætan sigur á Akureyri - „Það var bara geðveikt"
Vildi ekki taka allt kreditið eftir sigur Leiknis: Erum allir hetjur
Pétur um viðbrögðin eftir pistilinn: Það var góður panell á Víkingsvellinum
Tekur undir með Pétri - „Það geta allir tekið til sín“
   mán 20. maí 2024 19:43
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Leikmaðurinn var ekki að fúnkera og þess vegna gerum við skiptingu"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fylkir tapaði gegn KA á Akureyri í dag og hefur aðeins fengið eitt stig út úr fyrstu leikjunum. Fótbolti.net ræddi við Rúnar Pál Sigmundsson þjálfara liðsins eftir leikinn.


Lestu um leikinn: KA 4 -  2 Fylkir

„Ég var hrikalega óánægður með fyrri hálfleikinn, við mættum ekki til leiks og fengum mjög ódýr mörk á okkur. Við vorum hrikalega öflugir í seinni hálfleik, í stöðunni 3-2 fáum við tækifæri til að jafna leikinn en í staðin fara þeir upp og skorað 4-2. Vonbrigði með fyrri en hrikalega ánægður með seinni hálfleikinn af öllu leyti," sagði Rúnar Páll.

Þórður Gunnar Hafþórsson var tekinn af velli eftir hálftíma leik og Ómar Björn Stefánsson kom inn á í hans stað.

„Leikmaðurinn sem var inn á var ekki að fúnkera og þess vegna gerum við skiptingu. Þetta er ekki flóknara en það," sagði Rúnar Páll.

Rúnar var svekktur að fá ekki meira út úr leiknum.

„Auðvitað er það áhyggjuefni því við erum í þessu til að safna stigum. Það er hundleiðinlegt, við erum búnir að spila marga leiki fínt og fáum ekkert út úr þeim. Ég hefði viljað fá allavega eitt stig í dag miðað við hvernig við spiluðum seinni hálfleikinn en við fengum það ekki og það þýðir ekkert að væla," sagði Rúnar Páll.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner