
Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Keflavíkur, var sár og svekktur eftir 2-1 tapið gegn Stjörnunni í Pepsi Max-deild kvenna í kvöld.
Lestu um leikinn: Keflavík 1 - 2 Stjarnan
Keflavík var betra liðið á vellinum í kvöld en það var herslumunurinn sem skipti sköpum að hans sögn.
„Það er ekki annað hægt eftir svona frammistöðu. Hún var til mikillar fyrirmyndar og þær lögðu mikið á sig og virkilega súrt að uppskera ekki stig og áttum í raun skilið þrjú stigin. Særindin eru mikil," sagði Gunnar við Fótbolta.net.
Keflavík skapaði sér urmul af færum en tókst ekki að snýta þau en hann var samt mjög ánægður með sóknarleikinn og frammistöðuna í heild sinni.
„Það er að koma þessum blessaða bolta í netið og við náðum því ekki í dag en sóknarleikurinn var miklu betri. Við gerðum áherslubreytingar og það skilaði sér vel en við náðum bara ekki að skora."
„Þegar það gengur illa þá er það herslumunurinn sem vantar og það fellur ekki með liðinu. Við sköpum eigin heppni og þurfum að vinna áfram í okkar málum og bæta okkar leik. Það hefur verið stígandi þó stigin eða úrslitin hafa ekki verið að skila sér," sagði hann ennfremur en viðtalið má sjá hér að ofan.
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir