Verðmiðinn á Rashford - Mikið tap hjá Ratcliffe - Newcastle vill Gittens
Arnar Gunnlaugs á nýja grasinu: Ótrúlegir hlutir gerst síðustu vikur
Arnór Borg um VÆB fagn Vestra: Daði var að cooka inn í klefa, Róa eitthvað
Dóri Árna: Ef maður misstígur sig einu sinni þá ertu búinn
Davíð Smári eftir magnaðan sigur: Þetta er fótboltaleikur, það eru tilfinningar
Haddi: Gerum glórulaus mistök
Rúnar Kristins: Baráttuandinn og viljinn til staðar
Sjáðu síðasta víti Stjörnunnar og stemninguna hjá Kára í Akraneshöllinni
Hektor Bergmann: Þetta er besta tilfinning í heimi
Jökull eftir sigur í vító: „Eigum sittera fyrir framan markið“
Alexander Aron: Hægt að fara með þennan leik upp í KSÍ og kenna hvernig á að spila fótbolta
Maggi: Fer ekkert ofan af því að það væri fínt að fá VAR til Íslands
Elmar Kári: Draumur að fá þann heiður að taka þátt í þessu verkefni
Pressa á Jóni Þór? - „Það er alveg klárt mál"
Venni sló á létta strengi: Evrópudraumurinn er farinn
Túfa: Að mínu mati eitt af þremur bestu liðunum í Lengjudeildinni
Oliver: Þrennan hefði mátt detta
„Það eru bara hærri hlaupatölur þegar við spilum við KR en önnur lið"
Óskar Hrafn: Í dag duttum við af hjólinu
„Veit ekki hvort að menn hafi haldið að þetta kæmi að sjálfu sér"
Brynjar Kristmunds: Þurftum að bera ákveðna virðingu fyrir því
   þri 20. júlí 2021 23:16
Brynjar Ingi Erluson
Gunnar Magnús: Særindin eru mikil
Kvenaboltinn
Gunnar Magnús Jónsson var sár yfir úrslitunum
Gunnar Magnús Jónsson var sár yfir úrslitunum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Keflavíkur, var sár og svekktur eftir 2-1 tapið gegn Stjörnunni í Pepsi Max-deild kvenna í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  2 Stjarnan

Keflavík var betra liðið á vellinum í kvöld en það var herslumunurinn sem skipti sköpum að hans sögn.

„Það er ekki annað hægt eftir svona frammistöðu. Hún var til mikillar fyrirmyndar og þær lögðu mikið á sig og virkilega súrt að uppskera ekki stig og áttum í raun skilið þrjú stigin. Særindin eru mikil," sagði Gunnar við Fótbolta.net.

Keflavík skapaði sér urmul af færum en tókst ekki að snýta þau en hann var samt mjög ánægður með sóknarleikinn og frammistöðuna í heild sinni.

„Það er að koma þessum blessaða bolta í netið og við náðum því ekki í dag en sóknarleikurinn var miklu betri. Við gerðum áherslubreytingar og það skilaði sér vel en við náðum bara ekki að skora."

„Þegar það gengur illa þá er það herslumunurinn sem vantar og það fellur ekki með liðinu. Við sköpum eigin heppni og þurfum að vinna áfram í okkar málum og bæta okkar leik. Það hefur verið stígandi þó stigin eða úrslitin hafa ekki verið að skila sér,"
sagði hann ennfremur en viðtalið má sjá hér að ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner