Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   lau 20. júlí 2024 20:07
Brynjar Ingi Erluson
Andrey Santos verður áfram hjá Strasbourg
Mynd: Getty Images
Brasilíski miðjumaðurinn Andrey Santos verður áfram á láni hjá franska félaginu Strasbourg frá Chelsea en þetta segir Fabrizio Romano í dag.

Þessi tvítugi miðjumaður var fenginn til Chelsea frá Vasco Da Gama á síðasta ári.

Chelsea lánaði hann til Nottingham Forest fyrir síðustu leiktíð en hann spilaði aðeins tvo leiki á fimm mánuðum áður en Chelsea kallaði hann til baka.

Félagið ákvað að senda hann til Strasbourg, sem er einnig í eigu BlueCo-keðjunnar.

Santos spilaði ágætlega í seinni hlutanum og er nú ljóst að hann verður áfram þar á láni. Santos fer fyrst í æfingaferð með Chelsea til Bandaríkjanna en heldur til franska félagsins eftir það.

Borussia Dortmund hafði einnig áhuga á að fá hann en Santos og Liam Rosenior, nýr þjálfari Strasbourg, áttu gott samtal um leikstíl liðsins og valdi hann því að fara aftur til Frakklands.
Athugasemdir