Crystal Palace er að undirbúa 30 milljóna punda tilboð í Emile Smith Rowe, leikmann Arsenal, en þetta kemur fram á TalkSport.
Smith Rowe er 23 ára gamall sóknarsinnaður leikmaður sem kom við sögu í þrettán deildarleikjum með Arsenal á síðustu leiktíð.
Meiðsli hafa verið að hrjá hann síðustu tvö tímabil og því ekki verið eins mikið í myndinni hjá félaginu og vonast var til.
Arsenal er sagt opið fyrir því að leyfa honum að fara í sumar en þó aðeins fyrir 35 milljónir punda.
Samkvæmt TalkSport er Crystal Palace að undirbúa 30 milljóna punda tilboð, en Fulham er einnig í baráttunni um þennan hæfileikaríka leikmann.
Smith Rowe hefur spilað 115 leiki síðan hann lék sinn fyrsta leik með liðinu árið 2018 og komið að 31 marki.
Athugasemdir