Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 20. ágúst 2019 15:08
Elvar Geir Magnússon
Daði skrifar undir samning við FH út 2022
Daði Freyr Arnarsson.
Daði Freyr Arnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Markvörðurinn Daði Freyr Arnarsson skrifaði í dag undir nýjan samning við FH sem gildir út keppnistímabilið 2022.

Daði, sem er 20 ára, kom til FH fyrir tímabilið 2016 frá Vestra. Hann fór svo á láni til Vestra tímabilin 2017 og 2018 en hefur í sumar spilað með FH 12 leiki í deild og bikar og fengið lof fyrir frammistöðu sína.

Hann hefur haldið Gunnari Nielsen, landsliðsmarkverði Færeyja, á bekknum.

Daði hefur spilað fyrir öll yngri landslið Íslands.

„Við FH-ingar bindum miklar vonir við Daða í framtíðinni," segir í tilkynningu FH.



Athugasemdir
banner
banner
banner