Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 20. september 2020 13:23
Ívan Guðjón Baldursson
Rússland: Arnór og Hörður Björgvin spiluðu í sigri
Mynd: Heimasíða CSKA
Ufa 0 - 1 CSKA Moskva
0-1 Kristijan Bistrovic ('65)

Hörður Björgvin Magnússon lék allan leikinn í vörninni er CSKA Moskva lagði Ufa að velli í rússneska boltanum.

CSKA sýndi yfirburði í fjörugum leik og verðskuldaði sigurinn. Kristijan Bistrovic gerði eina mark leiksins á 65. mínútu.

Arnór Sigurðsson spilaði síðasta stundarfjórðunginn og er þetta sjötti leikurinn af átta sem hann tekur þátt í á deildartímabilinu.

CSKA er í öðru sæti eftir sigurinn, einu stigi eftir toppliði Zenit. Ufa er í fallsæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner