Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 20. september 2021 11:46
Elvar Geir Magnússon
Í beinni - 12:00 Fréttamannafundur kvennalandsliðsins
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland hefur leik í undankeppni HM 2023 á þriðjudag þegar liðið mætir Hollandi. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli og hefst hann kl. 18:45. Miðasala á leikinn er í gangi og fer hún fram á tix.is.

Þetta er eini leikur liðsins í þessum landsleikjaglugga, en Holland mætti Tékkum á föstudag og gerðu liðin 1-1 jafntefli. Á þriðjudag mætast einnig Tékkland og Kýpur í riðlinum. Fimmta lið riðilsins er Hvíta Rússland.

Liðið hefur æft við góðar aðstæður undanfarna daga, fyrst í Hveragerði og svo á Laugardalsvelli, og er allur hópurinn heill og tilbúinn í verkefnið.

Þorsteinn Halldórsson og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir sitja fyrir svörum á fréttamannafundi sem hefst klukkan 12:00 í Laugardal.
12:15
Fréttamannafundinum er þá lokið. Það koma sérfréttir inn á Fótbolta.net í dag.

Eyða Breyta
12:14
Gunnhildur: "Sóknarlína Hollands í heild sinni er rosa góð. Það er kannski ekki einhver einn leikmaður sem ég er spennt fyrir að mæta. En ég vil keppa á móti þeim bestu."

Eyða Breyta
12:13
Gunnhildur talar vel um ungu leikmennina í hópnum og segir þær vera sterka karaktera.

Eyða Breyta
12:13
Aftur um veðrið. Þorsteinn segist ekki hafa jafn miklar áhyggjur og íþróttafréttamennirnir í salnum. "Við gírum okkur í þennan leik og ég hef engar áhyggjur af veðrinu eins og staðan er núna."

Eyða Breyta
12:09
Þorsteinn: "Við höfum farið yfir ákveðin áhersluatriði, hvað við viljum stoppa í þeirra leik. En þú vinnur ekki fótboltaleik bara á því að liggja til baka. Við þurfum að halda í boltanum og þora. Ég tel að við getum unnið þennan leik."

Eyða Breyta
12:08
Þorsteinn: "Hollendingarnir eru sterkir og það hefur verið stígandi hjá þeim undanfarin ár. Þetta er gott fótboltalið og með leikmenn sem hafa verið að fá einstaklingsverðlaun. Þetta er gott sóknarlið sem skorar mikið af mörkum. En ef við skoðum Ólympíuleikana þá fá þær töluvert af mörkum á sig. Við þurfum að ná góðum varnarleik og þora að framkvæmda hluti."

Eyða Breyta
12:06
Þorsteinn segir að nýr þjálfari Hollands hafi verið í því sama og forveri hans. Hann segist búast við því að hann muni koma sínu handbragði á þetta smátt og smátt. Kannski muni hann bjóða upp á einhverja nýbreytni á morgun.

Eyða Breyta
12:06
Frá landsliðsæfingunni:




Eyða Breyta
12:05
Gunnhildur segir að stemningin í hópnum sé góð. "Þetta er geggjaður hópur og allar stelpurnar með sjálfstraust til að mæta í þennan leik. Við ætlum okkur sigur".

Eyða Breyta
12:04
Gunnhildur segir að undirbúningurinn fyrir leikinn hafi verið svipaður og fyrir aðra leiki. "Við höfum oft spilað á móti toppliðum og mér finnst skemmtilegast að spila á móti bestu liðunum".

Eyða Breyta
12:03
Þorsteinn ræðir um veðrið. "Spáin lítur ekki vel út en miðað við hvernig þetta hefur þróast í dag þá hef ég engar áhyggjur akkúrat núna."

Eyða Breyta
12:03
Býst Þorsteinn við opnum leik: "Ég vona að hann verði lokaður og við vinnum 1-0! Vonandi spilast leikurinn þannig að við náum að loka á allt sem þær eru að gera"

Eyða Breyta
12:02
Sandra spilar á morgun segir Þorsteinn, þrátt fyrir að hafa verið hvíld á æfingunni.

Eyða Breyta
12:02
Þorsteinn segir að leikskipulag Hollands og áherslur hafi ekkert breyst.

Eyða Breyta
12:01
Fundur er settur. Komust allir leikmenn heilir frá æfingunni áðan?

Þorsteinn: "Sandra var hvíld út af öxlinni. Það var ekki annað."

Eyða Breyta
11:58
Frá upprunalega hópnum fyrir leikinn gegn Hollandi hafa orðið tvær breytingar.

Diljá Ýr Zomers, leikmaður Hacken í Svíþjóð, var kölluð inn í íslenska landsliðshópinn á fimmtudaginn. Diljá kemur inn fyrir Hlín Eiríksdóttur sem glímir við meiðsli. Áður hafði Svava Rós Guðmundsdóttir verið kölluð inn í hópinn.

Eyða Breyta
11:51
Þorsteinn Halldórsson og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir sitja fyrir svörum á fréttamannafundi sem hefst klukkan 12:00 í Laugardal. Við fylgjumst með því sem þar fer fram.

Eyða Breyta
11:50
Það hefur verið líf og fjör hjá íslenska kvennalandsliðinu í undirbúningnum fyrir leikinn gegn Hollandi í undankeppni HM á þriðjudag.

Liðið er með bækistöðvar í Hveragerði og hefur æft á Grýluvelli, heimavelli Hamars. Einnig hefur liðið æft á Laugardalsvelli.

Utan vallar hefur liðið náð að skemmta sér vel og þjappa sér vel saman fyrir leikinn. Stelpurnar fóru í golf og paintball, og í um helgina fengu þær bíósýningu.

Hannes Þór Halldórsson, fyrrum landsliðsmarkvörður, mætti á svæðið og gaf landsliðinu forsýningu af fyrstu bíómynd hans í fullri lengd, Leynilögga. Hannes, sem er besti markvörður í sögu karlalandsliðsins, leikstýrði myndinni og meðal leikara eru Auðunn Blöndal, Sveppi, Steindi, Gillz, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir og Björn Hlynur Haraldsson.

Eyða Breyta
Athugasemdir
banner
banner
banner