Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 20. september 2021 18:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Meira en helmingur spjalda Salah fyrir að fara úr treyjunni
Mynd: EPA
Mohamed Salah er kominn með fjögur mörk í fimm fyrstu leikjum Liverpool í Ensku Úrvalsdeildinni í ár.

Hann skoraði annað mark liðsins í 3-0 sigri gegn Crystal Palace og fagnaði því með því að fara úr að ofan. Það er bannað og fékk hann því gult spjald fyrir.

Þetta var fjórða spjaldið sem hann fær í Úrvalsdeildinni á ferlinum fyrir Liverpool og þrjú þeirra hafa verið fyrir að fara úr treyjunni í fagnaðarlátum.

Salah fékk sitt annað gula spjald fyrir Liverpool er hann skoraði annað mark liðsins í uppbótartíma í 2-0 sigri á Man Utd í janúar 2020. Jurgen Klopp þjálfari Liverpool rifjaði það upp í viðtali við LFC TV eftir leik liðsins gegn Palace.

„Ég man eftir markinu gegn Man Utd. Ég var nálægt því að fara úr að ofan þá," sagði Klopp.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner