Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   mið 20. september 2023 22:24
Stefán Marteinn Ólafsson
Rúnar: Höfum fulla trú á því að við getum barist um þessi Evrópusæti
Rúnar Kristinsson þjálfari KR
Rúnar Kristinsson þjálfari KR
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Það var mikið fjör í kvöld þegar KR heimsóttu nýkringda bikarmeistara Víkings í Víkinni í kvöld í lokaleik 1.umferðar Bestu deildar - efri hluta. 

Víkingar þurftu á sigri að halda til að tryggja Íslandsmeistaratitilinn endanlega en KR náðu í gott stig og frestuðu því partýi um stunda að minnska kosti.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  2 KR

„Ánægður að ná í stig og sérstaklega eftir að vera 2-0 undir í hálfleik en ég er eiginlega fúll að við höfum ekki tekið öll þrjú en kannski til full mikils ætlast." Sagði Rúnar Kristinsson þjálfari KR eftir leikinn í kvöld.

„Liðið sýndi mikinn karakter, vilja og hafði trú á verkefninu þrátt fyrir höggið í fyrri hálfleiknum að lenda 2-0 undir að þá stigum við upp í síðari og héldum áfram og gerðum vel í að jafna." 

„Ef maður tekur mörkin út fyrir sviga sem er annarsvegar hornspyrna sem að við erum búnir að sjá Víkinga skora úr margoft og vita hvernig við áttum að dekka og að gefa þeim mark eins og við gerðum í fyrri leiknum á KR vellinum þar sem að senterinn þeirra skorar í tómt markið þar sem við erum að reyna senda boltann tilbaka að þá fannst mér leikurinn jafn og mér fannst við ekkert síðri en þeir og mér fannsti við betri en þeir í síðari hálfleik og auðvitað þurfum við að skora tvö mörk og það var smá brekka en mér fannst við spila frábæran síðari hálfleik."

KR hafa ekki mikið verið nefndir í baráttunni um Evrópusæti en stigið í kvöld gaf þeim sjálfstraust fyrir þá baráttu.

„Við klúðruðum tveim stigum í síðustu umferð á móti ÍBV á síðustu mínútu og ef það hefði ekki gerst þá værum við jafnir FH og Stjörnunni að fara inn í þessa úrslitakeppni, misstum tvö stig þar, missum tvö stig núna á meðan FH vinna og það er töluvert langt þarna upp í bæði FH og Breiðablik en það eru 4 leikir eftir fyrir okkur eins og hin liðin. Öll bestu liðin í topp 6 sem eru þarna geta unnið alla og allir geta unnið alla þannig að það er alveg möguleiki í stöðunni við allavega tökum fullt með okkur úr þessum leik sem er jákvætt og við höfum fulla trúa á því að við getum farið þarna upp og barist um þessi Evrópusæti sem að eru í boði og við ætlum að reyna það." 

Nánar er rætt við Rúnar Kristinsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner