Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   mið 20. september 2023 22:24
Stefán Marteinn Ólafsson
Rúnar: Höfum fulla trú á því að við getum barist um þessi Evrópusæti
Rúnar Kristinsson þjálfari KR
Rúnar Kristinsson þjálfari KR
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Það var mikið fjör í kvöld þegar KR heimsóttu nýkringda bikarmeistara Víkings í Víkinni í kvöld í lokaleik 1.umferðar Bestu deildar - efri hluta. 

Víkingar þurftu á sigri að halda til að tryggja Íslandsmeistaratitilinn endanlega en KR náðu í gott stig og frestuðu því partýi um stunda að minnska kosti.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  2 KR

„Ánægður að ná í stig og sérstaklega eftir að vera 2-0 undir í hálfleik en ég er eiginlega fúll að við höfum ekki tekið öll þrjú en kannski til full mikils ætlast." Sagði Rúnar Kristinsson þjálfari KR eftir leikinn í kvöld.

„Liðið sýndi mikinn karakter, vilja og hafði trú á verkefninu þrátt fyrir höggið í fyrri hálfleiknum að lenda 2-0 undir að þá stigum við upp í síðari og héldum áfram og gerðum vel í að jafna." 

„Ef maður tekur mörkin út fyrir sviga sem er annarsvegar hornspyrna sem að við erum búnir að sjá Víkinga skora úr margoft og vita hvernig við áttum að dekka og að gefa þeim mark eins og við gerðum í fyrri leiknum á KR vellinum þar sem að senterinn þeirra skorar í tómt markið þar sem við erum að reyna senda boltann tilbaka að þá fannst mér leikurinn jafn og mér fannst við ekkert síðri en þeir og mér fannsti við betri en þeir í síðari hálfleik og auðvitað þurfum við að skora tvö mörk og það var smá brekka en mér fannst við spila frábæran síðari hálfleik."

KR hafa ekki mikið verið nefndir í baráttunni um Evrópusæti en stigið í kvöld gaf þeim sjálfstraust fyrir þá baráttu.

„Við klúðruðum tveim stigum í síðustu umferð á móti ÍBV á síðustu mínútu og ef það hefði ekki gerst þá værum við jafnir FH og Stjörnunni að fara inn í þessa úrslitakeppni, misstum tvö stig þar, missum tvö stig núna á meðan FH vinna og það er töluvert langt þarna upp í bæði FH og Breiðablik en það eru 4 leikir eftir fyrir okkur eins og hin liðin. Öll bestu liðin í topp 6 sem eru þarna geta unnið alla og allir geta unnið alla þannig að það er alveg möguleiki í stöðunni við allavega tökum fullt með okkur úr þessum leik sem er jákvætt og við höfum fulla trúa á því að við getum farið þarna upp og barist um þessi Evrópusæti sem að eru í boði og við ætlum að reyna það." 

Nánar er rætt við Rúnar Kristinsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner