Mainoo eftirsóttur - Forest ætlar að hækka verðmiðann á Anderson - Salah á förum?
banner
   þri 20. október 2020 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Azpilicueta: Gengur ekki að þurfa að skora fjögur til að vinna
Varnarleikur Chelsea hefur verið afleitur á tímabilinu og er fyrirliðinn Cesar Azpilicueta ósáttur með gang mála.

Azpilicueta er gífurlega leikreyndur og á næstum 400 leiki að baki fyrir Chelsea. Hann viðurkennir að svona varnarleikur er ekki sæmandi fyrir félagið og segir að leikmenn verði að líta í eigin barm og laga sinn leik.

Chelsea er búið að fá níu mörk á sig eftir fimm umferðir af úrvalsdeildartímabilinu.

„Það er ljóst að ef við ætlum að berjast á öllum vígstöðvum þá verðum við að bæta varnarleikinn. Sem varnarmaður þá líður mér illa þegar við fáum svona mörg mörk á okkur. Við verðum að laga einstaklingsmistökin og verjast betur sem liðsheild," sagði Azpilicueta.

„Stundum kemst maður upp með þetta en það gengur ekki til lengdar að þurfa alltaf að skora þrjú eða fjögur mörk til að vinna leiki."

Partur af vandanum er markmannsstaðan en Kepa Arrizabalaga hefur ekki staðist væntingar eftir að hann var fenginn sem arftaki Thibaut Courtois.

„Allir lenda í erfiðleikum. Þetta hefur verið erfitt fyrir Kepa en hann mun halda áfram að sinna vinnunni sinni og gera sitt besta. Það getur verið mjög erfitt sálfræðilega að vera markvörður. Ég hef engar efasemdir um að Kepa muni gera allt í sínu valdi til að vinna sér inn traust stjórans og tryggja byrjunarliðssætið."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 15 10 3 2 28 9 +19 33
2 Aston Villa 15 9 3 3 22 15 +7 30
3 Man City 15 9 2 4 32 16 +16 29
4 Chelsea 15 7 4 4 25 15 +10 25
5 Sunderland 15 6 6 3 18 14 +4 24
6 Everton 15 7 3 5 16 17 -1 24
7 Crystal Palace 14 6 5 3 18 11 +7 23
8 Brighton 14 6 4 4 24 20 +4 22
9 Man Utd 14 6 4 4 22 21 +1 22
10 Liverpool 14 7 1 6 21 21 0 22
11 Tottenham 15 5 5 5 23 18 +5 20
12 Newcastle 15 5 5 5 19 18 +1 20
13 Brentford 15 6 2 7 21 22 -1 20
14 Bournemouth 15 5 5 5 21 24 -3 20
15 Fulham 14 5 2 7 19 22 -3 17
16 Nott. Forest 15 4 3 8 14 23 -9 15
17 Leeds 14 4 2 8 16 26 -10 14
18 West Ham 14 3 3 8 16 28 -12 12
19 Burnley 15 3 2 10 15 28 -13 11
20 Wolves 14 0 2 12 7 29 -22 2
Athugasemdir
banner
banner