Manchester United lagði Paris Saint-Germain að velli í Meistaradeildinni í kvöld.
Leikurinn fór fram í París en það var Marcus Rashford sem skoraði sigurmarkið í leiknum.
Man Utd hefur núna unnið tíu útileiki í röð í öllum keppnum en það er nýtt met hjá félaginu.
Tölfræðisnillingarnir á Opta greina frá þessu en aldrei áður í sögu Manchester United hefur félagið unnið tíu útileiki í röð. Næstu þrír leikir United eru heimaleikir en svo á liðið útileik gegn Istanbul Basaksehir í Meistaradeildinni. Þar getur útivallarsigurgangan haldið áfram.
10 - Manchester United have won 10 consecutive away games in all competitions for the first time in their history. Perfect. pic.twitter.com/ss5j9cD8oU
— OptaJoe (@OptaJoe) October 20, 2020
Athugasemdir