Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
banner
   þri 20. október 2020 22:21
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Í fyrsta sinn í sögunni sem Man Utd vinnur tíu útileiki í röð
Manchester United lagði Paris Saint-Germain að velli í Meistaradeildinni í kvöld.

Leikurinn fór fram í París en það var Marcus Rashford sem skoraði sigurmarkið í leiknum.

Man Utd hefur núna unnið tíu útileiki í röð í öllum keppnum en það er nýtt met hjá félaginu.

Tölfræðisnillingarnir á Opta greina frá þessu en aldrei áður í sögu Manchester United hefur félagið unnið tíu útileiki í röð. Næstu þrír leikir United eru heimaleikir en svo á liðið útileik gegn Istanbul Basaksehir í Meistaradeildinni. Þar getur útivallarsigurgangan haldið áfram.


Athugasemdir
banner
banner