Dyche að taka við Forest - Chelsea vill Aghehowa - Njósnarar Barcelona sáu Greenwood fara á kostum
   mán 20. október 2025 20:05
Ívan Guðjón Baldursson
Siggi Lár svarar yfirlýsingu Vals: Ómaklegt og lágkúrulegt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurður Egill Lárusson er búinn að gefa frá sér nýja yfirlýsingu á stuðningsmannasíðu Vals eftir opinber rifrildi við félagið síðustu daga.

   20.10.2025 12:25
Yfirlýsing Vals: Ekki fjárhagslega ábyrgt að greiða fyrir afrek fortíðar


Þetta er önnur yfirlýsingin sem Sigurður Egill gefur frá sér á stuðningsmannasíðunni á stuttum tíma.

   17.10.2025 19:50
Siggi Lár: Ég sá fyrir mér að enda ferilinn með Val en því miður stjórna ég því ekki


Ný yfirlýsing Sigurðar Egils:
Kæru Valsarar,

Mér leiðist mjög að munnhöggvast á netinu en ég get ekki annað en svarað yfirlýsingu Vals. Í viðtölum eftir leik í gær þegar ég var spurður út í viðskilnaðinn benti ég einfaldlega á þá staðreynd að mér hefði verið tilkynnt í gegnum Messenger að mér yrði ekki boðinn nýr samningur og mér þætti það súrt. Ég hefði kosið að fá þessa tilkynningu augliti til auglitis eða þá með símtali. Þetta snerist ekki um hvort ég fengi samning eða ekki heldur hvernig var staðið að því að tilkynna mér það. Þessu svara stjórnarmenn Vals með yfirlýsingu á Facebooksíðu félagsins með útúrsnúningi ásamt nokkrum rangfærslum sem mig klæjar í puttana að leiðrétta en læt það vera í bili.

Ég vil hins vegar nefna að í yfirlýsingu Vals er vísað til viðbóta við samning minn. Ég hef aldrei gefið leyfi til að slíkar upplýsingar væru gerðar opinberar, og tel að samningsatriði eigi ekki heima í fjölmiðlum. Slíkt ætti að fara fram milli leikmanns og félags, í trúnaði og gagnkvæmri virðingu.

Ég verð einnig að fá að hnýta í eftirfarandi setningu sem mér finnst bæði ómakleg og lágkúruleg: “Það er ekki fjárhagslega ábyrgt af okkar hálfu að greiða í framtíðinni fyrir afrek fortíðar.“ Þetta mál snýst ekki um peninga eða fortíð, heldur um samskipti og virðingu.

Ég hefði kosið að klára þennan kafla innan dyra félagsins á jákvæðan og heiðarlegan hátt en ekki með skilaboðum á messenger og yfirlýsingu í fjölmiðlum.

Ég hef fengið fjöldan allan af símtölum og skilboðum síðustu daga frá Völsurum sem mér þykir ákaflega vænt um.

Málinu er nú lokið af minni hálfu.

Takk fyrir mig


   20.10.2025 11:20
Ekki óeðlileg niðurstaða en furðuleg framkvæmd

Athugasemdir
banner
banner