Dyche að taka við Forest - Chelsea vill Aghehowa - Njósnarar Barcelona sáu Greenwood fara á kostum
   mán 20. október 2025 13:32
Elvar Geir Magnússon
Virðist ekki höndla það að klæðast Liverpool treyjunni
Milos Kerkez hefur verið í brasi.
Milos Kerkez hefur verið í brasi.
Mynd: EPA
Enskir sparkspekingar keppast við að gagnrýna leikmenn Liverpool eftir að liðið tapaði fjórða leik sínum í röð þegar það beið lægri hlut 1-2 gegn Manchester United á Anfield.

Clinton Morrison, sérfræðingur BBC, segir að ungverski bakvörðurinn Milos Kerkez virðist ekki ráða við það að klæðast treyju Liverpool. Verkefnið sé hreinlega of stórt fyrir hann. Kerkez var keyptur frá Bournemouth í sumar.

„Þetta er líklega eini Liverpool leikurinn sem ég hef horft á og hugsað að Virgil van Dijk væri úti á þekju, sérstaklega í fyrri hálfleik. Það var vegna þess að hann þurfti að vinna upp í svæði fyrir Milos Kerkez," segir Morrison.

„Ég tel að Kerkez verði að vera settur á bekkinn. Hann er í vandræðum og svo virðist vera sem hann höndli ekki að klæðast treyju Liverpool eins og er. Amad og Mbeumo voru að koma honum í vandræði aftur og aftur."

„Það var í rauninni Konate sem var að redda Van Dijk, sem gerist ekki oft. Konate var besti varnarmaður Liverpool í leiknum."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 8 6 1 1 15 3 +12 19
2 Man City 8 5 1 2 17 6 +11 16
3 Liverpool 8 5 0 3 14 11 +3 15
4 Bournemouth 8 4 3 1 14 11 +3 15
5 Chelsea 8 4 2 2 16 9 +7 14
6 Tottenham 8 4 2 2 14 7 +7 14
7 Sunderland 8 4 2 2 9 6 +3 14
8 Crystal Palace 8 3 4 1 12 8 +4 13
9 Man Utd 8 4 1 3 11 12 -1 13
10 Brighton 8 3 3 2 12 11 +1 12
11 Aston Villa 8 3 3 2 8 8 0 12
12 Everton 8 3 2 3 9 9 0 11
13 Newcastle 8 2 3 3 7 7 0 9
14 Fulham 8 2 2 4 8 12 -4 8
15 Leeds 8 2 2 4 7 13 -6 8
16 Brentford 7 2 1 4 9 12 -3 7
17 Burnley 8 2 1 5 9 15 -6 7
18 Nott. Forest 8 1 2 5 5 15 -10 5
19 West Ham 7 1 1 5 6 16 -10 4
20 Wolves 8 0 2 6 5 16 -11 2
Athugasemdir
banner