Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 20. nóvember 2019 09:11
Magnús Már Einarsson
Mourinho sagði að hann myndi ekki taka við Tottenham vegna Chelsea
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho sagði árið 2015 að hann myndi ekki gera stuðningsmönnum Chelsea það að taka við Tottenham.

Tottenham reyndi að fá Mourinho til starfa árið 2007 en þá mátti hann ekki taka við vegna klásúlu í starfslokasamningi sínum við Chelsea.

Fyrir leik Chelsea og Tottenham í úrslitum enska deildabikarsins árið 2015 sagði Mourinho að hann myndi ekki vilja taka við Tottenham þar sem um væri að ræða nágrannalið Chelsea.

„Ég myndi ekki taka við starfinu því ég elska stuðningsmenn Chelsea of mikið," sagði Mourinho árið 2015.

Eitthvað hefur breyst hjá Portúgalanum síðan þá en í morgun var tilkynnt um ráðningu hans til Tottenham. Mourinho gerði samning til sumarsins 2023.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner